fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

James Michael Tyler „Gunther“ er látinn 59 ára að aldri

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 06:13

James Michael Tyler er þekktastur fyrir hlutverk Gunther í Vinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn James Michael Tyler er látinn 59 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk Gunther í þáttunum um Vini (Friends). Hann lést í gærmorgun á heimili sínu í Los Angeles.

„Heimsbyggðin þekkti hann sem Gunther (sjöunda „Vininn“) úr sjónvarpsþáttunum um Vini en fjölskylda Michael þekkti hann sem leikara, tónlistarmann, talsmann meiri fræðslu um krabbamein og elskaðan eiginmann,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans.

Tyler glímdi árum saman við krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann kom fram í þættinum „The Today Show“ í sumar og skýrði þá frá því að krabbameinið væri komið á fjórða stig. „Ég greindist með blöðruhálskrabbamein og það hefur dreift sér til beinanna. Það eru að verða komin þrjú ár síðan ég greindist og þetta er á fjórða stigi svo líklega mun þetta verða mér að aldurtila,“ sagði hann þá.

Hann kom fram í nýlegum „Endurfundaþætti Vina“ á HBO en vegna veikinda sinna tók hann þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga