fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Handtóku fíkniefnasala undir lögaldri á Suðurnesjum – Barnavernd tilkynnt um málið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. október 2021 09:24

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö ungmenni voru handtekin í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að þau stæðu að sölu og dreifingu fíkniefna. Í bifreið sem þau voru á fundust meint kannabisefni auk hvíts efnis pokum.  Í húsleit sem gerð var á heimili þeirra, að fenginni heimild, fundust pokar með hvítu efni. Um var að ræða umtalsvert magn samkvæmt fréttatilkynningu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Í henni kemur fram að hin handteknu hafi haft  allháa fjárhæð í vörslum sínum.  Að lokinni skýrslutöku voru þau frjáls ferða sinna en tilkynning var send á barnaverndarnefnd vegna piltsins sem er undir lögaldri.

Rándýrum úlpum stolið úr verslun Bláa Lónsins

Þá fékk lögreglan tilkynningu um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins fyrr í vikunni. Um var að ræða tvær úlpur að verðmæti tæplega 170 þúsundir króna hvor. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að sömu aðilar og grunaðir eru um þjófnaðinn á úlpunum höfðu komið inn í verslunina nokkrum dögum fyrr og haft þá á brott með sér þrjár húfur sem þeir greiddu ekki fyrir.

Málin eru í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“