„Bandaríkjunum ber skylda til að verja bandamenn sína í NATO í Kanada og Evrópu og það sama gildir um Japan, Suður-Kóreu og Taívan,“ sagði Biden.
Taívan hefur í raun fulla sjálfsstjórn en eyjaskeggjar hafa aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði frá Kína. Þegar kommúnistar unnu sigur í borgarastyrjöldinni í Kína 1949 flúðu andstæðingar þeirra til Taívan og stofnuðu sitt eigið ríki.
Kommúnistastjórnin í Kína telur Taívan vera óaðskiljanlegan hluta af Kína og kínverskt landsvæði og hefur heitið því að sameina eyjuna og Kína, með valdi ef nauðsyn krefur.
Aðeins örfá ríki viðurkenna Taívan sem sjálfstætt ríki.
Ummæli Biden í gær ganga gegn gamalli pólitískri stefnu í Bandaríkjunum í málefnum Taívan sem gengur út á að ákveðið tvíræði því Bandaríkin aðstoða Taívan við að byggja upp varnir eyjunnar en um leið lofa þau ekki að koma eyjunni til aðstoðar ef til árásar Kínverja kemur.