fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Sigurður verður fyrir áreiti og einelti unglinga í Laugarneshverfi – „Farðu í meðferð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. október 2021 22:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Pétursson er miðaldra maður sem býr í Laugarneshverfi. Undanfarna daga hefur hann orðið fyrir miklu áreiti unglinga í hverfinu, að virðist í kjölfar þess að hann skipti sér af því að börn og unglingar noti ekki reiðhjólahjálma, en hann hefur bæði haft orð á því inni í íbúahópi Laugarneshverfis á Facebook og skipt sér af unglingum úti á götu sem nota ekki hjálma.

Sigurður segist hafa orðið fyrir miklu áreiti í kjölfar færslu í íbúahópnum sem hann birti í vikunni og var svohljóðandi:

„Fór í krambúðinna núna í kvöld um klukkan 20:00. Þar fyrir utan voru 2 drengir á hjóli ekki með hjálma. Ég kallaði á drengina að það væri ekki sniðugt að vera hjálmlausir og bað þá um að reiða hjólið heim eða ég mundi hringja í lögregluna. Einn drengjanna kallar þá á mig „farðu í meðferð rauðperri“ og reiddu svo hjólin í burtu. Svona framkoma er ekki í lagi. Þessir drengir þurfa bara hjálp og foreldranir líka. Drengirnir voru báðir í svörtum úlpum og einn í gallabuxum og hinn í gráum joggingbuxum með húfu. Báðir á grænum hjólum. Talið við börnin ykkar því þetta er ekki góð framkoma!“

Nokkrir íbúar gagnrýndi Sigurð fyrir færsluna, sérstaklega að hann skyldi hóta því að hafa samband við lögreglu. Sigurði mislíkaði að einhverjir voru að blanda stjórnmálaskoðunum hans við þetta og setja út á að hann sé í Miðflokknum. Sigurður segir í stuttu spjalli við DV:

„Svo er einnig verið að gera grín að mínum stjórnmálaskoðunum. Ég er Miðflokksmaður inn að beini en það kemur málinu ekki við þegar kemur að öryggi barna.“

Í færslu í kvöld greinir Sigurður síðan frá því ógeðfellda áreiti sem hann hefur orðið fyrir í kjölfar þessara afskipta sinna af unglingum sem nota ekki reiðhjólahjálma:

„Hér eftir færsluna mína á hópnum hef ég orðið fyrir miklu áreiti í minn garð. Það hefur ljótum skilaboðum verið fleygt inn um gluggann hjá mér og kynlífstækjum líka og stanslaus símaöt í númerið mitt þar sem er verið að bjóða mér pláss í meðferð. Einnig hefur einhver tekið upp á því að falsa fésbókar prófíl með myndum af mér undir nafninu „stuðla siggi“. Mér er nóg boðið og mun kæra allt þetta áreiti til lögreglu. Ef einhver veit hver stendur á bakvið þessa hrekki þá má sá einstaklingur gefa sig fram. Trúi ekki að vinaleg ábending til drengja á hjólum geti leitt út í svona rugl!!!“

Sigurður birtir meðfylgjandi myndir inni í hópnum.

 

„Því miður efast ég um að einhver eigi eftir að stíga fram. En mér finnst þó mikilvægt að fólkið í hverfinu fái að sjá hvernig er komið fram við fólk eins og mig sem er aðeins að reyna að passa upp á öryggi barna í hverfinu,“ segir Sigurður er DV spyr hann hvort hann telji sig geta komist í samband við foreldra unglinganna sem þarna eiga í hlut.

 

„Þetta er ömurlegt. Vona að við fullorðna fólkið í hverfinu taki á þessu og að allt einelti og áreiti verði stoppað,“ segir kona í hverfinu eftir að hún sá færslu Sigurðar um málið. Vonast Sigurður til að þetta veki fólk til umhugsunar og fái það til að hvetja börn sín til að sýna náunganum tillitsemi og virðingu.

Segir hann í samtali við DV að áreitið hafi verið í gangi í dag og gær. Bréfsnifsið sem hér sést á myndum fékk hann inn um gluggann í gærkvöld, en miðinn var skorðaður inn í kynlífstæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu