fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Íslenskir fangar búa til barnaföt, blómapotta og svuntur – „Góður andi í vinnusalnum, mikil jákvæðni og húmor“

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 23. október 2021 14:12

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er af sem áður var þegar fangar voru bara að framleiða númeraplötur fyrir bifreiðar. Þeir sinna því sannarlega enn. Úrval þeirra verkefna sem föngum býðst að vinna er hins vegar orðið mun meira.

Í gegn um vefverslun Fangaverks er hægt að kaupa ýmsar vörur sem eru handgerðar af þeim sem sitja inni í fangelsum landsins.

Hugmyndin að Fangaverki kviknaði fyrir tveimur árum en þá höfðu verkefni fyrir fanga verið stopul. Vefverslunin fór síðan í loftið í vor og gengur salan afar vel.

Skapandi og eykur sjálfstraustið

Auður Mar­grét Guðmunds­dótt­ir er verk­stjóri Fangaverks en hún starfaði áður sem fangavörður. Hugmyndin að verkefninu kemur frá henni.

 

Auður Mar­grét Guðmunds­dótt­ir er verk­stjóri Fangaverks. Aðsend mynd.

„Það þurfti að stóla á utanaðkomandi verkefni fyrir fanga á Hólmsheiðinni og þau voru oft stopul, kannski tvö verkefni í mánuði. Mér datt þá í hug að við gætum búið eitthvað til innanfrá og selt út. Fyrsta verkefnið var að steypa kertastjaka og þetta hefur vaxið jafnt og þétt síðan.

Markmiðið er að geta boðið föngum upp á vinnu alla daga, en líka að vinnan sé skapandi, eitthvað sem eykur sjálfstraustið og hjálpar fólki að öðlast trú á sjálfan sig,“ segir Auður.

Blómapottur. Mynd/Fangaverk.is

Ekki markmið að græða

Hún tekur fram að margt sem þau geri tengist umhverfisvernd. „Við notum skyrdollur og jógúrtdósir til að gera mót fyrir blómapotta. Við notum líka fötur sem við fáum úr mötuneytinu. Fangar safna þessum ílátum á göngunum og koma svo með í vinnuna. Blómakerin sem búin eru til á Sogni eru gerð úr vörubrettum og sömuleiðis hangilærisstandar sem við vorum að byrja að framleiða,“ segir hún.

Sandkassagrafa. Mynd/Fangaverk.is

Auður segist oft vera spurð hvað sé gert við „gróðann“ af sölunni en hún bendir á að markmiðið sé ekki að græða heldur einfaldlega geta borgað föngunum laun fyrir sína vinnu og eiga fyrir efniskostnaði.

Einna vinsælast er að mála myndir á blómapotta en fangar geta flakkað á milli starfsstöðva eftir því hvað þá langar að gera þann daginn.

Skál. Mynd/Fangaverk.is

Byrjað að kaupa jólagjafirnar

Auður segir koma í bylgjum hvað sé vinsælast í vefversluninni. „Núna eru svunturnar mjög vinsælar. Það er greinilegt að margir eru byrjaðir að kaupa jólagjafir því margir panta margar svuntur í einu. Fjölnota pokar njóta líka vinsælda núna. Stálkertastjakarnir okkar eru uppseldir og langur biðlisti eftir þeim þannig að ég tók þá út af síðunni þar sem þeir eru ófáanlegir,“ segir hún.

Hangilærisstandur. Mynd/Fangaverk.is

Það gerir föngunum gott að geta mætt í vinnu á þennan hátt enda dagarnir oft lengi að líða. „Það er góður andi í vinnusalnum, mikil jákvæðni og húmor,“ segir hún.

Vörurnar eru framleiddar í öllum fangelsum landsins en hægt er að fá þær afhentar á tvo vegu, að sækja upp á Hólmsheiði eða fá sent, og segir hún flesta velja seinni möguleikann.

Þegar nær dregur jólum munu síðan bætast við sérstakar jólavörur inn í vefverslunina þannig að það er um að gera að fylgjast með.

Blómapottur. Mynd/Fangaverk.is
Slefsmekkur. Mynd/Fangaverk.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít