fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Trump kynnir nýjan samfélagsmiðil til sögunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 08:00

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur verið útilokaður frá mörgum samfélagsmiðlum vegna orðræðu sinnar. Hann ætlar nú að bregðast við þessu með því að stofna nýjan samfélagsmiðil sem hefur fengið nafnið Truth Social.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Trump Media & Technology Group (TMTG) sendi frá sér í nótt.

Ekki er mikið vitað um hvernig þessi nýi samfélagsmiðill mun líta út og þannig verður það líklega þangað til í næsta mánuði þegar boð verða send út til ákveðins hóp um að prófa miðilinn.

Í fréttatilkynningunni er haft eftir Trump að miðillinn verði streymisveita þar sem notendur geta fengið aðgang að efni sem er „ekki woke“. Það má þýða orðið „woke“ sem vakandi en það er oft notað í tengslum við aukna athygli á félagslegu misrétti sem og kynþáttamisrétti.

Trump segir að samfélagsmiðillinn hans muni taka upp harða baráttu við það sem hann kallar „yfirgangs tæknifyrirtæki“.

„Við lifum í heimi þar sem Talibanar eru til staðar á Twitter en samt sem áður hefur uppáhalds bandaríski forsetinn ykkar verið útilokaður frá miðlinum. Það er óásættanlegt,“ er haft eftir Trump í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”