fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. október 2021 10:10

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nocco. Er. Ekki. Íþróttadrykkur. Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi.“

Þetta segir framhaldsskólakennarinn og knattspyrnuþjálfarinn Hilmar Þór Sigurjónsson í færslu sem vakið hefur þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum Twitter. Hilmar skrifar færsluna í kjölfar frétta af því að orkudrykkurinn Nocco hafi verið að stofana afrekssjóð fyrir íþróttafólk.

Hilmar kemur þá með dæmi um ofneyslu drykkjarins. „Ég hef verið að koma börnum út úr vítahring – dæmi um 14 ára stúlku sem drakk 10+ Nocco allan sólarhringinn og gat ekki hætt. Hélt að þetta væri heilsudrykkur því þeir markaðssetja sig svoleiðis og svo eru fjölmiðlar meðvirkir í kjölfarið og leyfa þeim að skrifa textana sjálfir,“ segir hann.

„Foreldrarnir skildu ekkert af hverju hún væri svona kvíðin og þunglynd. Eftir afeitrun (þurfti að sannfæra hana um að þetta væri ekki hollur drykkur, trappa hana svo niður) var hún önnur manneskja og svaf allt í einu 6+ tíma.“

Hann segir markaðssetningu drykkjarins líka hafa áhrif á íþróttafólk. „Íþróttafólk er líka í ruglinu. Fyrirmyndirnar eru að láta glepjast af þessum gylliboðum því þetta er samfélagslega samþykkt. Allar þessar litríku myndir, litríku dósir – haldiði að markaðssetningin sé gagnvart fullorðnu fólki en ekki börnunum ykkar? Lol.“

Flestir með þetta í lagi en aðrir í vítahring

Blaðamaður ræddi við Hilmar um málið og spurði meðal annars hvort hann sæi þetta sem mikið vandamál. „Ég veit ekki hvort það væri hægt að kalla þetta mikið vandamál þannig lagað nema bara hjá afmörkuðum hópum. Flestir eru bara með þetta í lagi, flestir krakkar eru að fá sér kannski, ég veit ekki – þau eru með þetta í hófi,“ segir hann.

„En það eru klárlega dæmi um krakka sem ég hef unnið með og fólk í kringum mig hefur unnið með sem hafa ekki náð að stýra neyslunni. Þau eru í vítahring með þetta, eru að fá sér dósir seint á kvöldin. Ég er ekki bara að segja þetta sem kennari heldur sem samfélagsþegn. Maður tekur eftir þessu, markaðssetningin á þessum drykkjum – og þá er ég ekki bara að beina þessu að Nocco – þetta er orðið bara svo samfélagslega samþykkt, að neita mikilla orkudrykkja.“

Hilmar bendir þá á að hann sé að beina skilaboðunum sínum til barna. Sjálfur drekki hann mikið kaffi og notar orkudrykki en hann vill að fleiri geri sér grein fyrir skaðseminni sem ofneysla á koffíni geti haft og þá sérstaklega á börn.

„Ég meina, ég er kennari. Það fylgir kennsluréttindum að drekka mikið kaffi. Ég drekk sjálfur mikið kaffi og neyti alveg orkudrykkja en ég vil bara að fólk sé meðvitað um fyrirmyndirnar sem eru að drekka orkudrykki á æfingum þegar rannsóknir eru ekki að sýna fram á að það sé gott að nota koffín á æfingum. Það er verið að markaðssetja þetta svona, íþróttafólk er að segja við krakka að þetta hjálpi þeim. Það virðast vera skilaboðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur