fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Íslenskt sprotafyrirtæki lýkur 232 milljón króna fjármögnun

Eyjan
Miðvikudaginn 20. október 2021 09:08

Stjórnendateymi Treble. Frá vinstri eru Gunnar Pétur Hauksson(CCO), Finnur Pind (CEO), Jesper Pedersen (COO), Guðrún Áslaug Óskarsdóttir (Lead audio engineer) og Ingimar Andersen(CTO).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies hefur lokið 232 milljóna króna fjármögnun. Helstu fjárfestar eru Börkur Arnviðarson, stofnandi ChemoMetec, félagið Omega ehf., Sigþór Sigmarsson og Trausti Kristjánsson. Treble Technologies sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar og hefur starfað frá síðari hluta ársins 2020. Félagið vinnur hörðum höndum að þróun sinnar fyrstu vöru sem stefnt er á að komi á markað á síðari hluta 2022. Þar er um að ræða hugbúnaðarlausn fyrir byggingageirann sem gerir hönnuðumog eigendum bygginga færi á að móta hljóðheim og hljóðvisthönnunar sinnar og taka upplýstar ákvarðanir um efnisval, form o.fl., á grundvelli nákvæmrar hermunar og stafrænnar upplifunar.

Sigþór Sigmarsson, verkfræðingur og fjárfestir, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins fyrir hönd fjárfestahópsins. Hann segist spenntur að fylgjast með næstu misserum hjá fyrirtækinu. „Treble er að þróa tækni sem getur gjörbylt því hvernig hljóð og hljóðvist er tekin inn í hönnun umhverfis okkar. Þetta er afar öflugt teymi sem byggir lausnir sínar á eigin rannsóknum og eru þau einfaldlega fremst á sínu sviði í heiminum. Það verður afar spennandi að taka þátt í þessu og fylgjast með þróun félagsins. Við sjáum mörg tækifæri á markaði fyrir tækni Treble“.

Tryggja að viðunandi hljóðvist fáist í byggingum

Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Treble Technologies, segist afar stoltur af að félaginu hafi tekist að klára þessa fjármögnun þrátt fyrir að hafa starfað í einungis stuttan tíma. Hann segir það jafnframt til merkis um að félagið sé á réttri leið, að jafn öflugir fjárfestar og raun ber vitni hafi sýnt þeim traust. „Þetta fjármagn og þessir öflugu bakhjarlar gera okkur kleift að bæta við okkur rétta fólkinu og setja fullan kraft og aukna einbeitingu í að ná markmiðum okkar sem snúa að þróun og markaðssetningu fyrstu lausnarinnar.“

Finnur bætir því við að mikil vitundarvakning hafi orðið á því hversu víðtæk áhrif hljóð hafi á líðan fólks í vinnu og einkalífi og að regluverk tengd hönnun bygginga taki nú mið af þeirri staðreynd. ,,Fyrsta lausn Treble mun gera hönnuðum bygginga færi á að tryggja að viðunandi hljóðvist fáist í byggingum og að hægt sé taka mið af því frá fyrstu stigum hönnunarferlisins.“

Gunnar Pétur Hauksson, sem stýrir fjármögnun og viðskiptaþróun hjá Treble, segir að byggingageirinn sé einungis fyrsti markaðurinn sem Treble stefni á. ,,Hin byltingakennda tækni og aðferðafræði sem liggur að baki vörum Treble hefur notagildi víða, t.d. í tölvuleikjum, sýndarveruleika og við hönnun bifreiða. Listinn er raunar afar langur enda sé hljóð eitthvað sem umlykur okkur flest daginn út og inn og hefur feikileg áhrif á líðan okkar og framleiðni. Við erum spennt fyrir því að ryðja okkur til rúms á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika þar sem tæknin okkar gefur færi á töluvert raunverulegri upplifun hljóðs í stafrænum heimum en mögulegt hefur verið hingað til.“

Margra ára rannsóknarvinna að baki

Þrátt fyrir að Treble sé ungt félag þá liggur að baki margra ára rannsóknarvinna sem Finnur leiddi ásamt vísindamönnum frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU), EPFL í Sviss og Virginia Tech í Bandaríkjunum. Finnur segir að með því að draga að borðinu leiðandi vísindamenn á sviði bylgjueðlisfræði, ofurtölva og stærðfræði hafi tekist að þróa byltingarkennda leið til að herma hljóð sem sé margfalt raunverulegri en áður hefur verið mögulegt. Vísindamenn frá þessu samstarfi sitja í dag í ráðgjafaráði Treble og eru meðeigendur í félaginu. Tækniþróunarsjóður veitti Treble styrk til að hefja þróun árið 2020 og hefur fyrirtækið síðan vaxið upp í 12 manns og hafið samstarf með alþjóðlegum stórfyrirækjum á borð við Henning Larsen Architects (sem meðal annars eru þekktir fyrir að hafa hannað Hörpu), BIG Architects,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast