fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 07:59

Háteigsskóli. Mynd:GVA/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fjörtíu nemendur í Háteigsskóla eru í sóttkví og 4 eru í einangrun eftir að kórónuveirusmit greindust meðal óbólusettra nemenda í fjórða, fimmta og sjötta bekk. Líklega þarf fimmti bekkur að vera í sóttkví fram yfir vetrarfrí.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hefðbundin kennsla hafi verið felld niður hjá þessum árgöngum en þess í stað er fjarkennsla.

„Það sem gerist í raun og veru er það sem Þórólfur hefur ítrekað sagt og það er að börnin smita. Þau smita hvert annað. Þetta byrjaði að sýna sig vegna þess að það voru foreldrar að veikjast af Covid og þá fóru heimilin í skimun. Þá kom í ljós að eitt barn var með mótefni og enginn hafði vitað af því að það hefði fengið Covid. Þannig rúllar þetta af stað,“ er haft eftir Arndísi Steinþórsdóttur, skólastjóra Háteigsskóla.

Hún sagði að starfsfólkið búi yfir töluverðri æfingu í að skipta yfir í fjarkennslu. Nemendur í fjórða og sjötta bekk losna úr sóttkví nú í vikunni en nemendur í fimmta bekk verða áfram í sóttkví fram yfir vetrarfrí.

Hún sagði að veiran dreifi sér hratt á meðal barnanna. Sóttvörnum sé auðvitað fylgt í skólanum en það geti reynst yngri börnunum erfitt að fylgja þeim reglum. „Við höldum uppi sóttvörnum í skólanum en auðvitað ráðum við ekki við neitt ef eitthvað fer af stað,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“