Fanney Birna Jónsdóttir sem stjórnað hefur Silfrinu á RUV um nokkurt skeið ásamt Agli Helgasyni er nú hætt, og er það samkvæmt heimildum DV, lokasvar.
Þann 24. september birtust fréttir á mbl.is um að Fanney Birna væri hætt í Silfrinu vegna deilna um kjör Fanneyjar og ráðningarfyrirkomulag. Sama dag sagði Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RUV í fréttum að Fanney væri bara alls ekkert hætt. Fékkst enginn botn í það mál, fyrr en nú.
Þó lá fyrir að Fanney yrði ekki með Silfrið en Egill Helgason hefur stjórnað því eins síns liðs undanfarnar helgar. Deildar meiningar voru hins vegar um hvort Fanney væri hætt á RUV eða ekki.
Vísir greindi fyrst frá lokasvari Skarphéðins.