Tilslakanir sem nú verða gerðar á samkomutakmörkunum fela í sér klukkutíma lengri afgreiðslutíma vínveitingahúsa en verið hefur. Hleypa má inn til kl. 1 á nóttunni en rýma þarf staðina til kl. 2.
Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillons og Pablo Discobars, er nokkuð sáttur við breytingarnar.
„Það munar alveg um einn klukkutíma. Dillon og Pablo eru þá bara einum klukkutíma frá sínum venjulega opnunartíma,“ segir Jón Bjarni.
„Svo ég er bara kátur,“ bætir hann við.
Hann efast hins vegar um að þeir rekstraraðilar sem hafa verið með staði sína opna frameftir nóttu fyrir Covid séu eins sáttir. Hins vegar líst Jóni Bjarna vel á áform um fulla afléttingu samkomutakmarkana þann 18. nóvember.
„Ég ætla að halda smá ball 4. des. Er með Laugardalshöllina bókaða þann dag,“ segir Jón Bjarni og hefur oft verið óánægðari með ákvarðanir yfirvalda í sóttvarnamálum en akkúrat núna.