fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Veitingamaður sáttur við tilslakanirnar – „Ég er bara kátur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. október 2021 13:12

Jón Bjarni Steinsson Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilslakanir sem nú verða gerðar á samkomutakmörkunum fela í sér klukkutíma lengri afgreiðslutíma vínveitingahúsa en verið hefur. Hleypa má inn til kl. 1 á nóttunni en rýma þarf staðina til kl. 2.

Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillons og Pablo Discobars, er nokkuð sáttur við breytingarnar.

„Það munar alveg um einn klukkutíma. Dillon og Pablo eru þá bara einum klukkutíma frá sínum venjulega opnunartíma,“ segir Jón Bjarni.

„Svo ég er bara kátur,“ bætir hann við.

Hann efast hins vegar um að þeir rekstraraðilar sem hafa verið með staði sína opna frameftir nóttu fyrir Covid séu eins sáttir. Hins vegar líst Jóni Bjarna vel á áform um fulla afléttingu samkomutakmarkana þann 18. nóvember.

„Ég ætla að halda smá ball 4. des. Er með Laugardalshöllina bókaða þann dag,“ segir Jón Bjarni og hefur oft verið óánægðari með ákvarðanir yfirvalda í sóttvarnamálum en akkúrat núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október