fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Páll kippir sér lítið upp við gagnrýnina og segir Helga Seljan „mæta í settið hjá Gísla Marteini að leika fórnarlamb”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 19. október 2021 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennarinn og moggabloggarinn Páll Vilhjálmsson vakti mikla úlfúð á sunnudag með bloggfærslu þar sem hann gerði að því skóna að ekki væri hægt að taka mark á fjölmiðlamanninum Helga Seljan sökum þess að Helgi hefði glímt við andleg veikindi. Helgi hafði á föstudag verið gestur í Vikunni á RÚV þar sem hann opnaði sig um andleg veikindi sín og greindi frá því að hann hafi meðal annars þurft að leita aðstoðar geðdeildar vegna þeirra.

Páll taldi á bloggi sínu að þarna hefði Helgi Seljan játað sig geðveikan og væri undarlegt að RÚV heimilaði geðveikum manni að fara með dagskrárvald.

„Geðveikur Helgi skipuleggur í áravís skandal hægri vinstri, skáldar ef ekki vill betur til. Sá geðveiki fær fullt umboð yfirstjórnar RÚV til að flytja áróður klæddan í búning frétta.“

Þessi færsla Páls hefur vakið mikla reiði. Meðal annars hefur vinnuveitanda Páls, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, borist fjöldi kvartana vegna skrifanna og er málið þar í skoðun.

Sjá einnig: Skrif Páls Vilhjálmssonar um Helga Seljan fordæmd – „Meiri óþverrinn“

Endurreisn eltihrellis

Páll hefur nú birt aðra færslu þar sem hann segir að hann sjálfur sé nú orðið skotmark starfsmanna RÚV.

„RÚV skipulagði endurreisn Helga Seljan sem fór flatt á Samherjamálinu og var úrskurðaður brotlegur á siðareglum. Endurreisn eltihrellis fólst í því að fá Helga kjörinn sjónvarpsmann ársins og mæta í settið hjá Gísla Marteini að leika fórnarlamb.“

Páll vísar í bloggfærslu sína frá sunnudeginum sem hann kallar „leikdóm“ þar sem hann hafi „sagt ósannfærandi að Helgi játaði á sig ranghugmyndir og vist á geðdeild samtímis sem hann væri endurreistur siðapostuli. Þá varð fjandinn laus. Virkir á Efstaleiti tóku til starfa.“

Leigupenni Samherja

Páll vísar til þess að Bogi Ágústsson,  sjónvarpsmaður á RÚV, hafi sakað Pál um að vera leigupenna Samherja.

„Vandast nú málið. Þegar RÚV ber fram ásökun er vinnureglan á Efstaleiti að sá ásakaði skuli sanna sakleysi sitt. Annars telst hann sekur. Eltihrellirinn notaði aðferðina á Samherja og nú skal henni beint á Pál.“ 

Páll segir að hann hafi aldrei þegið krónu frá Samherja eða nokkra aðra umbun. Slíkt geti hann þó ekki sannað.

„En Páll Vilhjálmsson getur ekki, frekar en aðrir dauðlegir menn, sannað að hafa ekki fengið fé frá Samherja. Ekki heldur getur hann sannað að hafa ekki þegið fé frá Donald Trump og Valdimir Pútín eða ekki fengið loforð frá Lykla-Pétri um vist í himnaríki. Ekkert af þessu er hægt að sanna.“ 

Miðheppnað leikhús

Páll kallar þetta öfuga sönnunarbyrði og segir hana sérgrein RÚV.

„RÚV býr yfir fjölmiðlavaldi sem krefur mann og annan um að þeir sanni sakleysi sitt, ellegar séu þeir óalandi og óferjandi. Virkir á Efstaleiti hnippa í góða fólkið sem fær sér popp og kók og æpir með á samfélagsmiðlum. Í aðra röndina dálítið fyndið en mest misheppnað leikhús. Eins og uppsetningin á leikritinu Endurreisn eltihrellis með Helga siðapostula í aðalhlutverki. En Boga og félögum er slétt sama. Þjóðin er rukkuð þótt RÚV-sýningar falli í hrönnum.“

Gúgú og gaga

Páll skrifaði einnig færslu í gær þar sem hann sagði andleg veikindi ekki gera neinn stikkfrí frá gagnrýni. Eða eins og hann orðar það: „Gúgú og gaga ekki vottorð frá gagnrýni“.

Þar sagði hann að stjórnmálamaður sem stigi fram og greindi frá andlegum veikindum yrði beðinn um að stíga úr sviðsljósinu á meðan hann næði bata. Og þegar opinberar manneskjur greini opinberlega frá einkamálum sínum þá séu einkamálin orðin opinber mál og geti því verið gagnrýnt. „Opinber geðveiki veitir ekki afslátt frá gagnrýni. Ef svo væri yrði löng biðröð á geðdeild.“

Fordómar og vanþekking

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Pál fyrir skrifin er Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar en hann skrifaði á Facebook:

„Fordómar og vanþekking. Sorgleg færsla manns sem virðist fullur af myrkri. Við erum öll með geð rétt eins og við erum með hjarta. Megi Páll finna Sól inn i þennan helli haturs og myrkurs.“ 

Einnig Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún skrifar á Facebook:

„Ég vil auðvitað ekki gera þessa fyrirlitlegu bloggfærslu þessa litla manns að aðalumfjöllunarefni en engu að síður verður að skoða hana í samhengi. Hún er áframhald á árásunum og ofbeldinu sem Helgi hefur mátt þola vegna fréttaflutnings síns um Samherja undanfarin tvö ár.“ 

Eins hafa kollegar Helga stigið honum til varnar. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, segist aldrei hafa séð aðra eins lágkúru.

„Fréttamaður sem hefur verið hamrað á af skæruliðadeild stórfyrirtækis í nærri tvö ár núna, þar sem hefur meðal annars verið setið um heimili hans, segir frá því að það hafi haft áhrif á geðheilsu hans. En ekki hvað? Það var tilgangurinn. Vesgú. húrra fyrir hugrekkinu, Helgi Seljan.“ 

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, spyr hvort að geðveiki sé eitthvað til að skammast sín fyrir.

„Er geðveikt fólk eitthvað minna virði eða ómerkilegra en annað fólk?“ Ingibjörg segir Pál senda stórhættuleg skilaboð út í samfélagið. Fólk verði að geta leitað sér aðstoðar sem það þarf án þess að eiga á hættu að vera stimplað ómarktækt og án þess að fá þau skilaboð að það eigi að skammast sín fyrir veikindin. „Enn ein ömurlega tilraunin til að ráðast að Helga fyrir að sinna sínum störfum og gera það vel.“

Ekki tabú

Fyrir um sex árum síðan fór af stað hreyfing hér á landi undir myllumerkinu #ÉgErEkkiTabú þar sem fjöldi fólks opnaði sig um andleg veikindi sín til að berjast gegn fordómum fyrir andlegum veikindum og eins til að varpa ljósi á hversu margir glíma við slík veikindi án þess að það sjáist utan á þeim.

Sú umræða þótti afar mikilvæg því sökum fordóma í samfélaginu veigri margir sér við því að leita sér aðstoðar þegar andleg veikindi gera vart um sig af ótta við að fá á sig stimpil geðveiki og þá fordóma sem því fylgja.

Í dag eru fleiri tilbúnir að stíga fram og greina frá veikindum sínum og leita sér viðeigandi aðstoðar þegar þörf er á henni. Auknar kröfur hafa verið gerðar til stjórnvalda að láta málefni geðveikra sig varða og stendur meðal annars til í þeim efnum að hefja niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem á eftir að breyta lífi margra.

Samtímis hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnun greint fra því að umfang geðraskana í heiminum hafi aukist um 13 prósent síðasta áratug og að þunglyndi sé nú talið ein helsta ástæða örorku eða skertrar starfsgetu í heiminum. Íslendingar hafa þótt meðal þunglyndustu og kvíðnustu þjóða heimsins. Það væri því líklega töluverður skellur fyrir samfélagið okkar ef við ættum að hætta að taka mark á öllum þeim sem hafa á einum tíma eða öðrum glímt við andleg veikindi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“