fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Hildur hæðist að veiruóttanum og vill afléttingar strax – „Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. október 2021 10:45

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ítrekar kröfur sínar um fullar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Núverandi takmarkanir eru í gildi fram á miðvikudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að möguleikarnir í stöðunni séu þrír, að halda óbreyttum takmörkunum, aflétta að hluta eða aflétta af öllu.

Nokkrir tugir Covid-smita eru nú greind daglega en alvarleg veikindi af sjúkdómnum eru fátíð enda mikill meirihluti þjóðarinnar bólusettur fyrir Covid-19.

Í nokkuð hæðnisfulltri grein sem Hildur birtir í Fréttablaðinu í dag bendir hún á að lífið sjálft sé hættulegt. Árlega látist yfir 10 þúsund manns í Bandaríkjunum við að falla fram úr rúminu sínu. Þá rekur Hildur töluleg dæmi um hættuna við að látast í slysum og af völdum hryðjuverka. Síðan segir hún:

„Íslendingum hefur gengið vel í baráttunni við kórónaveiruna, þó margir hafi sannarlega farið illa úr faraldrinum. Nú þegar 90% fullorðinna eru bólusettir er kórónaveirusmit ekki stærsta ógnin við líf og heilsu manna. Þegar fólk er daglega áminnt um yfirvofandi hættu með reglulega uppfærðum smittölum skynjar það hugsanlega meiri ógn en ástæða er til. Hætturnar eru allt um kring og þær algengustu fáum við sjaldnast fréttir af.“

Hildur segir að það sé lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu og öll deyjum við á endanum. Hún krefst afléttinga strax:

„Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu. Öll munum við óhjákvæmilega deyja. Við megum hins vegar ekki vera svo óttaslegin við dauðann að við látum lífið fara fram hjá okkur.

Afléttingar strax.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum