Sermitsiaq skýrir frá þessu. Fram kemur að hægt sé að lesa um hugmyndir Rússa um samstarf í greinargerð um utanríkismál sem verður lögð fyrir grænlenska þingið, Inatsisartut, þann 28. október næstkomandi.
Vladimir Barbin, sendiherra Rússlands í Danmörku, staðfesti þennan vilja rússneskra yfirvalda í samtali við Sermitsiaq. „Rússland vill gjarnan nánara samband við Grænland. Við eigum svo margt sameiginlegt á Norðurheimskautasvæðinu að allir aðilar geta notið góðs af samvinnu því við höfum svo margt að læra af hver öðrum,“ sagði hann.
Hann sagði að í huga Rússa snúist þetta um að nýta auðlindirnar sem best, sérstaklega hvað varðar fiskveiðar.
Eins og áður sagði þá hafa Bandaríkin hug á að styrkja stöðu sína og auka áhrif sín á Grænlandi og Kína og ESB vilja einnig styrkja stöðu sína á svæðinu. ESB tilkynnti nýlega að sambandið opni skrifstofu í Nuuk en ekki var skýrt frá því hvenær hún verður opnuð.