fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hversu oft þarftu að fara í sturtu? Sérfræðingur varpar ljósi á málið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. október 2021 20:30

Skyldi hún gera þessi mistök?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað á fólk að fara oft í sturtu? Eflaust eru skiptar skoðanir um þetta. Sumir fara í sturtu eða bað einu sinni á dag, aðrir oftar og enn aðrir sjaldnar. En hvað segja sérfræðingar um þetta?

Eftir því sem Nada Elbuluk, læknir og prófessor við húðsjúkdómadeild Keck School læknadeildarinnar við University of Southern California, segir þá er rétt að fara í sturtu daglega eða annan hvern dag.

Þetta getur þó verið breytilegt á milli einstaklinga að hennar sögn. Til dæmis skipti daglegar venjur fólks máli, hvað það vinnur við, hvar það á heima og hvort það stundi líkamsþjálfun. CNN skýrir frá þessu.

Hún segir að við förum í sturtu til að skola af okkur olíu, húðfrumur, svita, bakteríur og skít. Ef þetta fær að byggjast upp á húðinni getur það valdið því að bólur spretta fram og jafnvel bakteríu- eða sveppasýkingum.

Hún sagði að fyrir fólk sem hættir til að fá bólur sé gott að fara í sturtu að líkamsrækt lokinni, það geti komið í veg fyrir bólumyndun. Þetta sé sérstaklega mikilvægt ef viðkomandi sé með andlitsfarða á sér á æfingu.

Hún segir að það sé einnig gott fyrir þá sem eru með viðkvæma eða þurra húð að fara í sturtu nokkrum sinnum í viku til að draga úr þurrkinum, kláða og bólgum.

Hún sagði einnig að það sé mikilvægara að beita réttum aðferðum í sturtu en að fara oft í sturtu. Nota eigi volgt vatn (ekki heitt), ekki vera lengur en í 10 mínútur og ekki nota húðhreinsiefni nema húðsjúkdómalæknir mæli með því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið