fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Bólusetja Kóalabirni gegn klamýdíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 400 kóalabirnir verða bólusettir gegn klamýdíu á næstunni í Ástralíu. Vísindamenn segjast vonast til að þetta geti leikið stórt hlutverk í að tryggja að tegundin lifi áfram.

Klamýdía, sem smitast við kynmök, hefur breiðst mjög út meðal kóalabjarna og á sumum svæðum er helmingur dýranna smitaður.

„Þetta er slæmur sjúkdómur sem veldur augnslímhúðarbólgu, blöðrubólgu og jafnvel ófrjósemi,“ sagði Amber Gillett, dýralæknir og stjórnandi tilraunarinnar, í tilkynningu sem var send út áður en bólusetningar hófust.

Vísindamenn segja að sjúkdómurinn, sem getur einnig smitast frá mæðrum til afkvæma þeirra við fæðingu, geti einnig valdið blindu.

Birnirnir fá einn skammt af bóluefni og örflögur verða settar í þá áður en þeim verður sleppt aftur út í náttúruna.

Vísindamennirnir ætla að rannsaka hversu mikla vernd bóluefnið veitir dýrunum. Þeir vonast til að bóluefnið muni fjölga þeim dýrum sem lifa og ýta undir fjölgun þeirra.

CNN segir að erfitt sé að áætla fjölda kóalabjarna í Ástralíu og sé fjöldinn mjög breytilegur á milli svæða. Í rannsókn, sem vísindamenn við University of Queensland gerðu 2016, komust þeir að þeirri niðurstöðu að 330.000 dýr væru eftir í Ástralíu.

Rannsókn á vegum World Wildlife Fund leiddi í ljós að rúmlega 60.000 kóalabirnir hafi drepist í gróðureldunum miklu 2019 og 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur