Þessir loftsteinar munu því ekki valda neinum vandræðum hér á jörðinni. Independent skýrir frá þessu. Reiknað er með að loftsteinninn 2004 UE muni þjóta framhjá okkur þann 13. nóvember í rúmlega fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð. Loftsteinninn er á stærð við Empire State bygginguna.
ABC News hefur eftir Paul Chodas, hjá NASA, að í stjarnfræðilegum skilningi komi þessir loftsteinar ansi nærri jörðinni en á mælikvarða okkar mannanna séu þetta samt sem áður milljónir kílómetra.
Hann sagði að líkurnar á að risastór loftsteinn lendi í árekstri við jörðina séu mjög litlar. Það séu mjög fáir miðlungs- eða mjög stórir loftsteinar sem komi nærri jörðinni og mjög fáir stórir loftsteinar komi nærri henni. Sá stærsti er um 10 kílómetrar í þvermál að hans sögn en aðeins séu einn eða tveir loftsteinar af þessari stærð sem vitað er um.