The Telegraph segir að nú eigi áhafnirnar að nota hlutlausari ávörp en þetta er gert til að fylgja tíðarandanum hvað varðar félagsleg viðmið. Áður hafa flugfélög á borð við Lufthansa, EasyJet og AirCanada tekið upp þessa sömu reglu.
Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Air Malta að flugmenn félagsins muni framvegis notast við ávörp á borð við: „Takið eftir allir farþegar“ í stað kynjaðra ávarpsforma.
Martin Sorrell, sérfræðingur á flugmarkaði, gaf lítið fyrir þessar breytingar í samtali við The Telegraph og sagði að ávörpin skipti farþega nær engu máli. Það sem skipti þá máli sé maturinn, netsambandið, þjónustan og hversu hratt þeir komast inn í flugvélarnar og frá borði aftur.