fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Sjálfstæðiskonur fyrirferðarmiklar í gagnrýni á takmarkanir Þórólfs og Svandísar

Heimir Hannesson
Laugardaginn 16. október 2021 11:00

Sjálfstæðiskonurnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Björnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, atvinnu- og nýsköpunarmála segir tímabært að „stíga skrefið“ til fulls og fella úr gildi takmarkanir vegna Covid-19 faraldursins.

Bættist Þórdís þar með í sístækkandi hóp ráðherra og þingmanna sem talað hafa fyrir afléttingum að undanförnu. Þannig vakti Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi athygli í vikunni fyrir nokkuð afdráttarlaus orð um afléttingar. „Atvinnurekendur um alla borg berjast í bökkum vegna heimatilbúinna skilyrða stjórnvalda, sem eiga sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum. Það er löngu tímabært að endurheimta takmarkalaust samfélag og eðlilegt líf,“ skrifaði Hildur meðal annars og lauk máli sínu afdráttarlaust: „Afléttingar strax.“

Þá bættust þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Diljá Mist Einarsdóttir nýkjörinn þingmaður við listann í vikunni.

Segir Dani ekki kippa sér upp við smittölur

Í aðsendri grein í helgarblaði Morgunblaðsins vekur Þórdís athygli á því að Ísland er nú eina Norðurlandið sem ekki hefur tekist að rífa sig út úr „krísuástandi faraldursins“ og koma Íslandi í eðlilegt horf.

Öll hin norrænu ríkin hafa afnumið innlendar sóttvarnaaðgerðir að nánast öllu leyti. Danir, sem voru fyrstir til þess að afnema allar takmarkanir, kippa sér ekki upp við sveiflur í daglegum smittölum, enda eru nú færri inniliggjandi þar en þegar aðgerðunum var aflétt í byrjun september.

Þá segir Þórdís stjórnvöldum vera falið flóknara verkefni en sóttvarnaryfirvöldum. Þau verða enda að líta til heildarhagsmuna samfélagsins og geta ekki takmarkað útsýni sitt við „smittölur einstakra sjúkdóma.“

Þórdís segir þá ekki koma til greina að Íslendingar þurfi að sætta sig við að álag á heilbrigðiskerfið, af ýmsum ástæðum, sé notað sem réttlæting fyrir áframhaldandi takmörkunum vegna faraldursins. Skrifar hún að lokum:

Þótt sóttvarnasjónarmið séu mikilvæg og bráðnauðsynlegt sé að efla viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins, þá er það skylda stjórnvalda á Íslandi að standa vörð um almenn lífsgæði, efnahagslíf og menningu. Til þess þurfum við að hafa hugrekki til þess að lifa með þeim áhættum sem óhjákvæmilegar eru í mannlegu samfélagi. Stjórnvöld þurftu í einhverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni. Það kom hins vegar aldrei annað til greina en að skila því aftur til réttmætra handhafa, fólksins sjálfs.

Nánar má lesa um skoðun Þórdísar í helgarblaði Morgunblaðsins.

Þá voru bæði Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen mjög virk í gagnrýni á harðar takmarkanir vegna Covid-19, en þau hlutu ekki endurkjör í síðustu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum