Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi, gagnrýnir fjölmiðilinn BuzzFeed harðlega. Þórdís Elva er fyrirlesari, rithöfundur, ötull aktívisti og er óhrædd við að gagnrýna það sem henni finnst mega bæta og breyta.
Hún opnaði nýverið síðu á TikTok og hefur deilt nokkrum myndböndum þar. Í nýjasta myndbandinu, sem má einnig nálgast á Instagram síðu hennar, lætur hún BuzzFeed heyra það fyrir grein á miðlinum um öryggi kvenna.
„Fyrr í vikunni spurði BuzzFeed kvenkyns lesendur hvað þær gerðu til að vera öruggar þegar þær færu út,“ segir Þórdís Elva og birtir skjáskot af spurningu BuzzFeed.
BuzzFeed birti síðan nokkur svör sem ráð til lesenda á síðunni. „Meðal ráða voru: „Ef þú heldur að það sé verið að elta þig eða þú heyrir í einhverjum á bak við þig, ekki hika við að snúa þér við og horfa beint á hann því það sýnir að þú sért ekki hrædd [um að vera meðvituð um umhverfi þitt].“
Þórdís Elva gagnrýnir þetta ráð harðlega, sérstaklega hlutann þar sem konum er sagt að „ekki hika við“ eða á ensku „feel free [to turn around].“
„Ég gerði nýjan lista fyrir ykkur BuzzFeed og þessi er fyrir mennina,“ segir hún.
„Hann byrjar á: „Ekki hika við að setja ekki ólyfjan í drykk annarra.“
„Ekki hika við að nota nauðgunarflautu (e. rape whistle) ef þú ert hræddur um að þú munir nauðga.“
„Þegar þú sérð konu eina á ferð, ekki hika við að láta hana í friði.““
Þórdís gefur fleiri ráð til karlmanna og endar á einu til BuzzFeed.
„BuzzFeed, ekki hika við að hætta að gera konur ábyrgar fyrir því að koma í veg fyrir ofbeldi karlmanna. Þið eruð hluti af fokking vandamálinu.“
Þú getur séð myndbandið hér að neðan.
@thordis_elva##rapeculture ##victimblaming ##feminist ##toxicmasculinity ##fixedit ##media @buzzfeed♬ original sound – Thordis Elva