Breska söngkonan Adele var að gefa út nýtt lag, „Easy On Me“ og myndban. Myndbandið var birt á YouTube fyrir ellefu klukkustundum og hefur á þeim tíma fengið um 20 milljónir í áhorf.
Það eru komin sex ár síðan Adele gaf síðast út plötu þannig það er óhætt að segja að aðdáendur söngkonunnar voru spenntir þegar hún tilkynnti fyrr í mánuðinum að ný tónlist væri væntanleg.
Adele hefur gefið út þrjár plötur, 19 árið 2008, 21 árið 2011 og 25 árið 2015. Titillinn er alltaf vísan í aldur söngkonunnar sem lögin eiga við. Hún mun gefa út plötuna 30 þann 19. nóvember næstkomandi. Nafnið vísar til aldurs hennar ársins 2018 þegar mikið gekk á hjá henni, hún giftist manninum sem hún er nú skilin við.