fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Skelfilegt leyndarmál afhjúpað eftir 40 ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 06:59

Teppi sem fannst á vettvangi. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að skelfilegt leyndarmál hafi verið afhjúpað nýlega. Það má rekja allt aftur til 1981 þegar lítill drengur, sem var nefndur Andrew John Doe, fannst í skurði við kornakur í Sioux Falls í Suður Dakóta. Það var vegfarandi sem sá nokkur teppi í vegkantinum og stöðvaði til að kanna hvað væri í þeim. Hann fann látið kornabarn og skammt frá lágu blóðug föt.

Lögreglunni var strax tilkynnt um þetta og leiddi rannsókn hennar í ljós að barnið, sem var drengur, hefði líklegast látist daginn áður.

Lögreglan gaf drengnum nafnið Andrew John Doe. Hann var jarðsettur í Sioux Falls og fylgdu 50 manns honum til grafar. Kista hans var fyllt með böngsum. Á þessum tíma hafði lögreglan engan grunaðan um morðið og málið féll eiginlega í gleymsku.

En það var tekið aftur til rannsóknar 2009 eftir að miklar framfarir höfðu átt sér stað í DNA-rannsóknum. Út frá þeim niðurstöðum röktu lögreglumenn slóð að húsi í Sioux Falls. Þar voru sýni tekin og sýndu niðurstöður þeirra að kona, sem bjó í húsinu, gæti verið móðir Andrew. En það var ekki fyrr en 2019 sem lögreglan var þess fullviss að konan væri móðir hans og var hún þá handtekin.

New York Times segir að fyrir dómi hafi konan sagt að hún hafi verið „ung og heimsk“ 1981. Hún leyndi því fyrir öllum að hún væri barnshafandi og ól drenginn alein heima í íbúð sinni. Hún sagðist hafa verið mjög niðurdregin og hrædd eftir þetta allt saman og þetta hafi alltaf komið upp í huga hennar þegar hún átti leið framhjá kornakrinum.

Hún samdi við saksóknara um að játa sök fyrir manndráp. Refsing hennar verður ákveðin 2. desember næstkomandi. Á konan allt að lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu