fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bill Clinton lagður inn á sjúkrahús

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 02:56

Bill Clinton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, liggur nú á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Kaliforníu. Hann glímir við hugsanlega blóðeitrun út frá þvagfærasýkingu og er ekki með COVID-19 að sögn talsmanns hans.

Clinton var lagður inn á sjúkrahús á þriðjudaginn en það var ekki skýrt frá innlögninni fyrr en í nótt að íslenskum tíma.

Angel Urena, talsmaður Clinton, sagði á Twitter að Clinton hafi verið lagður inn á UCI Medical Center en væri ekki með COVID-19. „Hann fær viðeigandi meðferð, er í góðu skapi og ótrúlegar þakklátur læknum, hjúkrunarfræðingum og starfsfólkinu sem veitir honum frábæra umönnun,“ skrifaði hann einnig.

Í yfirlýsingu frá Alpesh Amin og Lisa Bardack, læknunum sem annast Clinton, segir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús svo hægt sé að fylgjast náið með honum og gefa honum sýklalyf og vökva. „Eftir tveggja daga meðferð er fjöldi hvítra blóðfruma á niðurleið og hann bregst vel við sýklalyfjum. Við vonumst til að hann geti farið heim fljótlega,“ segir í yfirlýsingu þeirra.

CNN segir að Clinton liggi á gjörgæsludeild en ástæðan fyrir því sé aðallega sú að með því njóti hann meira næðis frá augum annarra. Einnig segir miðillinn að veikindi hans tengist ekki fyrri hjartavandamálum hans.

Clinton, sem er Demókrati, var forseti frá 1993 til 2001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti