fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Spurningin sem íbúar í Kongsberg spyrja sig – „Það er hræðilegt að hugsa til þess“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 07:08

Hér sést ein af örvunum sem morðinginn skaut. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og gefur að skilja eru íbúar í Kongsberg í Noregi í miklu áfalli eftir atburði gærkvöldsins þar sem 37 ára danskur ríkisborgari myrti að minnsta kosti fimm manns og særði tvo með boga og örvum. Þetta gerðist í miðbænum. Eitt er það sem leitar sérstaklega mikið á huga fólks í kjölfar voðaverksins og munu margir vilja fá svar við þessu.

Lögreglunni barst fyrst tilkynning um árásina klukkan 18.13 að staðartíma en það liðu 34 mínútur þar til lögreglan handtók árásarmanninn. „Þetta er hræðilegt. Hann gekk bara um og drap fólk. Hér á götunum okkar. Lögreglan var með hann en missti hann frá sér. Það er hræðilegt að hugsa til þess að hann var ekki handtekinn fyrr en klukkan 18.47,“ sagði Gudoon Hersi í samtali við Aftenposten. „Við og fleiri gengum hér um á meðan hann lék lausum hala. Það er hræðilegt að hugsa til þess,“ sagði hún.

Stavanger Aftenblad segir að eins og fleiri þá sé Hersi hugsi yfir því af hverju það tók lögregluna 34 mínútur að handtaka manninn.

Lögreglustöðin í Kongsberg er aðeins 1,1 kílómetra frá Myntgata en þaðan bárust fyrstu tilkynningarnar um voðaverkin. Bæjarbúar segja að venjulega sé lögreglan aðeins nokkrar mínútur að komast á vettvang. En það liðu 34 mínútur þar til lögreglunni tókst að handtaka manninn. Á þessum 34 mínútum glumdu við dauðaöskur og svo óhugnanlegir atburðir að sjónarvottar segja að þeir muni aldrei gleyma þeim.

En hefur ekki komið fram hvenær lögreglan kom á vettvang og af hverju það tók svona langan tíma að handtaka manninn. Lögreglan hefur þó skýrt frá því að lögreglumenn hafi komið að manninum í verslun Coop Extra og reynt að handtaka hann þar en hann hafi komist undan. Sjónarvottar segja að lögreglumenn hafi farið inn í verslunina með skildi og annan hlífðarbúnað en nefna ekki að þeir hafi verið með skotvopn en norskir lögreglumenn eru alla jafna ekki vopnaðir. Maðurinn skaut nokkrum örvum á lögreglumennina inni í versluninni og lagði síðan á flótta eftir götum bæjarins.  Því má spyrja hvort lögreglan hafi verið óvopnuð og því ekki getað skotið á manninn til að stöðva hann.

Sjónarvottar segja að blóð hafi verið víða um miðbæinn og fórnarlömbin hafi legið á ýmsum stöðum.

Ljóst má vera að lögreglan þarf að svara af hverju það tók svo langan tíma að handtaka manninn. Af hverju hann slapp frá lögreglunni í versluninni og hvort lögreglan hafi verið vopnlaus þegar það átti sér stað. Einnig þarf lögreglan að svara hvort maðurinn hafi orðið einhverjum að bana eftir að lögreglan reyndi að handtaka hann í versluninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið