fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Fimm látnir í Kongsberg – 37 ára Dani í haldi lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 03:29

Hér sést ein af örvunum sem morðinginn skaut. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur staðfest að fimm voru drepnir í Kongsberg í gærkvöldi og að 37 ára danskur ríkisborgari sé í haldi lögreglunnar vegna málsins. Að minnsta kosti tveir særðust en ekki alvarlega.

Hinn handtekni er nú vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Drammen. Lögreglan sendir frá sér fréttatilkynningu með upplýsingum um hinn handtekna þar sem hún vildi gera út af við umræður og kjaftasögur á samfélagsmiðlum.

Fredrik Neumann, verjandi hins handtekna, kom á lögreglustöðina skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en vildi ekki ræða við fjölmiðla.

Hinn handtekni er grunaður um að hafa orðið fimm manns að bana og að hafa sært tvo. Annar hinna særðu er lögreglumaður sem var í fríi og því ekki einkennisklæddur.

Maðurinn fór yfir töluvert stórt svæði í Kongsberg og skaut á fólk, meðal annars í matvöruversluninni Coop Extra. Segja norskir fjölmiðlar að hann hafi myrt nokkra þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum