fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Guðrún skilur ekkert í Sjálfstæðismönnum – „Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 13. október 2021 17:30

Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Pétursdóttir, prófessor emeritus , er furðu lostin vegna máls þingmannsins Birgis Þórarinssonar, sem yfirgaf Miðflokkinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á dögunum. Bæði furðar hún sig á hátterni þingmannsins sem og því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við Birgi. Hún skrifar um þetta í pistli sem birtist hjá Kjarnanum.

Guðrún segir ekki ljóst hvor sé spilltari: „lið­hlaup­inn sem svíkur kjós­endur sína áður en blekið er þornað á kjör­bréfi hans og áður en þing hefur svo mikið sem verið kallað sam­an, eða hinn sem býður lið­hlaupann vel­kom­inn í sinn flokk.“

Telur Guðrún þetta vera hættulega aðför að trausti kjósenda á framboðum og kosningum og þar með sé vegið að rótum lýðræðisins.

„Ætlar Alþingi virki­lega að láta það við­gang­ast að menn bjóði sig fram fyrir ákveð­inn flokk og heyi kosn­inga­bar­áttu á hans veg­um, en stingi svo af til ann­ars flokks um leið og taln­ingu lýk­ur?  Hvers konar fram­koma er þetta við kjós­end­ur?“

Guðrún veltir því fyrir sér hvort að hægt sé að treysta frambjóðendum til Alþingis í framtíðinni, fyrst það gæti gerst að menn beiti álíka brögðum og Birgir hefur að hennar mati gert.

„Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það. Senni­lega hefur engum dottið í hug að svona lagað gæti gerst.“

Furðar hún sig líka á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi boðið Birgi velkominn. Hann sé ekki að fara að vera nein gersemi í þeirra herbúðum.

„Ég furða mig á lág­kúru Sjálf­stæð­is­flokks­ins að taka við þessum ósann­sögla lið­hlaupa. Það er ekki eins og hegðun og mál­flutn­ingur Birgis Þór­ar­ins­sonar séu lík­leg til auka veg flokks­ins, – þvert á móti. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ger­ist sam­sekur í ömur­legum gern­ingi og verður ábyrgur fyrir mál­flutn­ingi Birgis Þór­ar­ins­son­ar, sem til þessa hefur á Alþingi afneitað vís­indum og verið drag­bítur á mannúð og mann­rétt­indi. „

Guðrún segir að þó Birgir sigli gjarnan undir seglum kristninnar þá sé það nú ekki mjög kristið hvernið hann hefur komið fram í þessu máli.

„Birgir virð­ist halda að hann sigli undir seglum kristn­inn­ar, en það sem til hans hefur sést und­an­farna daga getur varla talist hákrist­ið: vís­vit­andi svik við kjós­endur og síðan ósann­sögli um stuðn­ing vara­þing­manns síns. Svona fengur hefur til þessa kall­ast ódráttur í minni sveit.

Ég heyri Jón Helga­son rymja sinni rámu rödd:


Ef allt þetta fólk fær í gull­sölum himn­anna gist
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist,
þá hlýtur sú spurn­ing að vakna hvort mik­ils sé misst
ef maður að síð­ustu lendir í annarri vist.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar