fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Eiginkonan hélt framhjá honum: Hefnir sín með því að sofa hjá vinkonu hennar – „Ein af verstu upplifunum lífs míns“

Fókus
Laugardaginn 16. október 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

40 ára giftur maður komst nýlega að því að eiginkonan hans var að halda framhjá honum með félaga hans úr fótboltanum. Í bréfi sem hann sendi á sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Dear Deidre, segir hann frá því hvernig hann komst að framhjáhaldinu.

„Við höfum verið saman í 12 ár og eigum 10 ára gamlan son. Refur drap köttinn okkar nýlega og ég, eiginkonan mín og strákurinn okkar vorum í miklu áfalli. Í æsingnum tók ég óvart síma konunnar minna og á meðan ég var hjá dýralækninum kom upp tilkynning í símanum frá félaga mínum úr boltanum.“

Maðurinn segir að það hafi verið erfið lífsreynsla að opna skilaboðin frá félaganum. „Þetta var ein af verstu upplifunum lífs míns. Þarna var það, svart á hvítu – hún var að halda framhjá mér,“ segir hann.

„Ég var brjálaður en ég gat ekki byrjað að öskra því kötturinn var við dauðans dyr. Sem betur fer lifði kötturinn af en eftir það fann ég aldrei rétta tímann til að bera framhjáhaldið upp við hana.“

Viku eftir að hann komst að framhjáhaldinu var maðurinn vitni að bílslysi og þurfti að gera sér ferð niður á lögreglustöð. Þar hitti hann vinkonu eiginkonu sinnar. „Hún er 35 ára gömul og einhleyp,“ segir maðurinn og bætir við að útlit hennar sé ekki upp á fjölmarga fiska. „Hún er ekkert olíulistaverk,“ segir hann til að lýsa henni.

„Þessi lögreglukona er algjör nagli en hún var vinaleg og gaf mér símanúmerið sitt og sagði mér að hafa samband ef ég þyrfti eitthvað einhvern tímann,“ segir maðurinn. „Hún er þekkt fyrir að sofa hjá öllum mönnum sem eru með púls. Næsta kvöld var ég í vondu skapi og ákvað að hringja í hana.“

Lögreglukonan bauð eiginmanni vinkonu sinnar heim til sín og þar reyndi hann við hana. „Hún hikaði ekki, skömmu síðar vorum við komin á fullt í rúminu hennar,“ segir maðurinn og bætir við að hann hafi gaman að þessu framhjáhaldi sínu. „Er ekki sagt að hefndin sé best ef hún er borin fram köld?“

Óvenju hvasst svar frá ráðgjafanum

Deidre svarar bréfi mannsins og er óvenju hvöss, ljóst er að hún styður ekki það sem hann er að gera. „Jú það er sagt en ef þú ert svona ánægður með allt saman, af hverju ertu þá að skrifa mér? Ég mun aldrei samþykkja framhjáhald og þú veist það,“ segir hún í bréfinu.

„Okei, eiginkonan þín hélt framhjá þér en að gera eitthvað á hennar hlut réttlætir ekki neitt. Í gegnum allt þetta fjaðrafok máttu ekki gleyma syni ykkar og þú skuldar að minnsta kosti honum að þið leysið ykkar vandamál. Segðu þessari „vinkonu“ að þú verðir að einbeita þér að hjónabandinu, ekki nota hana svona, það er ekki sanngjarnt fyrir neinn.“

Þá segir hún manninum að finna tíma og stund til að tala við eiginkonuna sína um sambandið. „Talið saman um það hvernig þið getið bætt sambandið ykkar. Eruði ekki að eyða nógu miklum tíma saman? Er kynlífið ykkar að dala?“

Að lokum bendir hún manninum á að hann geti leitað sér hjálpar hjá hjónabandsráðgjafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram