fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Gunnar Bragi sendi tölvupóstinn sem fyllti mælinn hjá Birgi – Sjáðu tölvupóstinn í heild sinni

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt hefur verið rætt meira síðustu daga en málefni Birgis Þórarinssonar sem sagði sig úr Miðflokknum um helgina og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hefur Birgir fengið kaldar kveðjur frá fyrrum félögum sínum fyrir vistaskiptin.

Birgir ræddi málið í athyglisverðu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hann sagði að markvisst hefði verið unnið gegn honum af framlínu flokksins sem kærði sig ekki um hann í oddvitasæti.

Eftir að Birgir var valinn í efsta sæti og listi kjördæmisins tilbúinn hafi listinn verið kærður. Þetta hafi Birgir tekið persónulega, þótt sárt og taldi sig ekki eiga það skilið.

Í viðtalinu segir Birgir að fimm dögum fyrir kosningar hafi borist tölvupóstur frá stjórnarmanni flokksins þar sem lögmæti listans hafi verið dregið í efa. Þessi tölvupóstur hafi gert útslagið. Hins vegar hafi hann metið stöðuna svo að ekki væri hægt að segja sig úr flokknum svona skömmu fyrir kjördag og því hafi hann beðið fram yfir kosningar.

Fyrrum ráðherra stígur fram

Í umræðuhópi Miðflokksins fyrr í dag steig Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrum þingmaður og utanríkisráðherra, fram og viðurkenndi að hann væri stjórnarmaðurinn sem hefði sent umræddan póst. Greinilegt er að ráðherranum fyrrverandi finnst lítið til gagnrýni Birgis koma enda hafi aðaltilgangurinn verið sá að staðfesta stuðning sinn við þá lista sem boðnir voru fram.

Svona hljóðar póstur Gunnars Braga í heild sinni sem var sendur kl.19.21 þann 20.september síðastliðinn:

„Sæl. Samþykki listana en geri athugasemd við framkvæmdina í Suðurkjördæmi. Tel hana ekki í samræmi við góða málsmeðferð og hæpið að hún standist lög flokksins. Kv. Gunnar Bragi.“

Útskýrir Gunnar Bragi að hann hafi verið að halda til haga athugasemdum og gagnrýni á framkvæmd uppstillingar í Suðurkjördæmi og ekki hefði verið um gagnrýni á einstaklinga sem skipuðu listann að ræða. Athugasemdin hafi verið í takt við niðurstöðu laganefndar um sama efni og engum hafi mátt dyljast að skiptar skoðanir hafi verið um þetta.

„Þetta er nú öll aðför yfirstjórnar flokksins. Tvær setningar frá fráfarandi stjórnarmanni sem í þessum tveimur setningun veitir samþykki sitt og stuðning við listann sem Birgir Þórarinsson leiddi,“ skrifar Gunnar Bragi.

 

Skeyti Gunnar Braga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð