fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 05:58

Rússneskur vísindamaður með Sputnik V bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leyniþjónustan segir að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og sé rússneska bóluefnið Sputnik V byggt á sömu uppskrift. Áður var vitað að bóluefnin voru búin til með sömu aðferðum en nú virðist sem að um nákvæmlega sömu aðferðir sé að ræða, að minnsta kosti ef leyniþjónustan hefur rétt fyrir sér.

Daily Mail skýrir frá þessu. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á var Rússland meðal fyrstu ríkjanna til að koma með bóluefni gegn veirunni. En miðað við ásakanir leyniþjónustunnar þá stálu þeir uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca en það var þróað í Oxfordháskóla.

Þessar upplýsingar komu fram þegar leyniþjónustumenn skýrðu breskum ráðherrum frá málinu. Þjófnaðurinn, ef rétt reynist, á að hafa átt sér stað með „aðstoð leynilegs útsendara“ sem átti að tryggja að Rússar gætu verið með í kapphlaupinu um að þróa og framleiða fyrsta virka bóluefnið gegn kórónuveirunni.

Það þykir styðja ásakanir leyniþjónustunnar að rússneska Sputnik V bóluefnið er byggt á sömu aðferðum og grunni og bóluefni AstraZeneca en önnur bóluefni gegn veirunni eru byggð á öðrum aðferðum.

Leyniþjónustan er sögð hafa sannanir fyrir að rússneskur útsendari í Bretlandi hafi stolið uppskriftinni að bóluefninu. Ekki hefur komið fram hvort viðkomandi smyglaði skjölum eða bóluefninu sjálfu úr landi.

Breska leyniþjónustan hefur áður skýrt frá því að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt að brjótast inn í tölvukerfi Oxfordháskóla í mars 2020 en það var skömmu eftir að breskir vísindamenn tilkynntu að þeir væru byrjaðir að vinna að þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin