fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Skotinn til bana á fyrstu vakt sinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 05:59

Dylan Harrison. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt laugardagsins var lögreglumaðurinn Dylan Harrison skotinn til bana utan við lögreglustöð í Alamo í Georgíu. Hann var á sinni fyrstu vakt hjá lögreglunni í Wheeler County.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Harrison hafi verið skotinn til bana um klukkan 01 aðfaranótt laugardags utan við lögreglustöð í Alamo í Wheeler County í Georgíu. Hann var 26 ára.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan hefur heitið peningaverðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þess sem varð Harrison að bana.

Lögreglan hefur sent út aðvörun á landsvísu þar sem segir að morðinginn geti verið hættulegur samfélaginu.

Harrison lætur eftir sig eiginkonu og sex mánaða gamalt barn.

Harrison hóf störf sem lögreglumaður 2018 og hafði starfað hjá fjórum lögregluembættum áður en hann kom til starfa í Alamo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur