fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Sefur hjá giftum karlmönnum og er stolt af því – „Ég finn ekki fyrir neinni iðrun“

Fókus
Þriðjudaginn 12. október 2021 22:30

Myndir/Cavendish Press

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gweneth Lee er 49 ára fjármálaráðgjafi og fyrrverandi fyrirsæta frá London. Hún sefur hjá giftum karlmönnum og er stolt af því. Hún útskýrir af hverju í viðtali við The Sun. Hún hefur gefið hefðbundið stefnumótalíf upp á bátinn og á nú aðeins í leynilegum samböndum með giftum karlmönnum.

„Síðan fjögurra ára sambandi mínu lauk árið 2017 þá hef ég átt í ástarsambandi með þó nokkrum giftum karlmönnum,“ segir hún og bætir við að mennirnir séu eins margir og þeir eru mismunandi. Margir þeirra eru viðskiptamenn, einn var hóteleigandi og eiga þeir það allir sameiginlegt að gefa henni rausnarlegar gjafir eins og rándýr undirföt og ilmvötn.

„Ég lifi ákveðnum lífsstíl og vil njóta félagsskaps karla og spennandi kynlífs án þess að þurfa að kljást við hverdagsleg leiðindi.  Rífast yfir því hver fer út með ruslið og eiga leiðinleg samtöl um börn,“ segir hún.

Gweneth sefur hjá giftum karlmönnum. Mynd/Cavendish Press

„Sumar konur skammast sín kannski eða eru hræddar um að aðrir dæmi þær fyrir að vera hjákonur, en ég er opin um það sem ég geri. Ég fel mig ekki á bak við mínar ákvarðanir. En ekki misskilja mig, ég veit að mörgum líkar ekki vel við þetta, það hefur verið augljóst.“

Gweneth rifjar upp eitt atvik þar sem ólétt kona réðst á hana. „Ein kunningjakona frétti af því að ég væri að hitta giftan karlmann. Hún stökk á mig, bumban fyrst, á viðburði og sakaði mig um að vera hjónadjöfull,“ segir hún.

„Hún þurfti ekki að hafa áhyggjur, ég myndi aldrei sofa hjá eiginmanni hennar. Ég hugsa um fólkið sem gagnrýnir mig og velti því fyrir mér: „Ertu hamingjusöm heima að horfa á This Morning? Eða þráirðu spennu eins og ég?“

Gweneth segir að það sé spennandi að vera með giftum karlmönnum. Hún deilir nokkrum sögum í viðtalinu og segir frá einum elskhuga sem keypti fyrir hana gjafir að andvirði 26 milljónir króna yfir eina helgi.

Gweneth missti eiginmann sinn.

Var ekki alltaf hjákonan

„Ég var ekki alltaf hjákonan. Ég var einu sinni hamingjusamlega gift. Þegar ég var 31 árs missti ég eiginmann minn, Rob, úr krabbameini,“ segir hún.

„Það er mögulegt að ég sækist ekki í alvarleg sambönd því ég missti sálufélaga minn. Ég glímdi við mikinn aðskilnaðarkvíða eftir andlát hans.“

Reyndi Tinder en gafst upp

Gweneth segir að hún hefur reynt að gefa hefðbundnu stefnumótalífi tækifæri. Hún hefur meira að segja prófað stefnumótaforritið Tinder. „En það endar alltaf illa,“ segir hún.

Hún segir að með gifta karlmenn þarf hún ekki að hafa áhyggjur. „Venjulega eru þeir hættir að stunda kynlíf heima fyrir og ég er sú eina sem þeir eru að sofa hjá, þannig ég þarf ekki að keppa við aðrar konur,“ segir hún.

Gweneth fær ekki samviskubit. Mynd/Cavendish Press

Fær ekki samviskubit

Gweneth fær aldrei samviskubit og líður ekkert illa yfir því að sofa hjá giftum karlmönnum.

„Ég finn ekki fyrir neinni iðrun og hugsa ekki einu sinni um eiginkonu þeirra og börn. Ég þekki þau ekki,“ segir hún.

„Ég myndi aldrei sækjast í eiginmann vinkonu minnar. Í rauninni „sækist“ ég aldrei í karlmann. Ég trúi því staðfastlega að þú getur ekki stolið karlmanni nema hann vilji láta stela sér. Ég einfaldlega hef ekki þau völd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum