fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Ekkert lát á haturssímtölunum – Arnar birtir upptökur – „Ég fæ borgað fyrir að buffa hommana“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. október 2021 12:30

Arnar Máni Ingólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því fyrir helgi tveir menn (líklega) hefðu leikið þann ljóta leik undanfarið að sækja sér FB-vini undir fölskum aðgöngum og herja síðan á fólk með viðurstyggilegum símtölum og skilaboðum. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á níði mannanna eru trans fólk og hommar, en einnig fatlað fólk.

DV ræddi í dag við Arnar Mána Ingólfsson, ungan samkynhneigðan mann, sem hefur orðið mikið fyrir barðinu á áreiti mannanna. Hefur það haldið sleitulaust áfram yfir helgina en Arnar kærði áreitið til lögreglu fyrir helgi.

Arnar og vinur hans hafa undanfarið reynt að komast að því hverjir mennirnir eru og hefur Arnar meðal annars birt tvær upptökur af símtölum við annan manninn á Twitter. Í símtölunum segir maðurinn meðal annars eftirfarandi:

„Það er ekkert hobbý ef ég fæ borgað fyrir að buffa hommana. Mormónarnir borga mér, ég er í hommabanasveitinni. Við erum ekki hommabanar, við höfum ekki drepið neinn homma en það er meira að drepa hommann í þér, fattarðu? Að troða þér aftur inn í skápinn. Það er ekki að drepa manneskjuna heldur að drepa hommann.“

„Við drepum ekki hommana, hahahaha, það er bara ekki leyfilegt, bara smá að buffa þá, aðeins smá svona. Að nauðga börnum eins og hommarnir gera.“

Arnar spyr manninn hvort hann geri sér grein fyrir því að hann sé að fremja hatursglæp með þessu tali og segir maðurinn já við því.

„Ég lét hann vita að ég færi að fara að pósta þessu á netinu, ég gaf honum val um að segja hver hann væri. En honum er alveg sama, hann sagði að hann viti að þetta sé siðferðislega rangt en vill fá viðbrögð frá fólki. Það er frekar veikt,“ segir Arnar í viðtali við DV. Hann og vinur hans vinna ötullega að því að afhjúpa níðingana en málið er einnig í rannsókn hjá lögreglu.

Arnar telur að það sé fyrst fremst einn maður sem standi að baki þessu. Í einu símtali hafi orðið vart við stúlku sem haldi fyrir nefið á meðan hún talar, í öðru tilviki talaði maður við þá sem virtist meira meðvitaður um að það sem hann væri að gera væri siðferðislega rangt. En fyrst og fremst virðist það vera einn og sami maðurinn sem stundar níðið, hinn sem nefndur hefur verið til sögunnar sé meira tilfallandi.

Maðurinn hefur látið eins og honum sé sama þó að hann verði afhjúpaður. „Ég gerði honum grein fyrir því að að minnsta kosti 20 þúsund manns væru búin að heyra upptökuna af honum en hann hvatti mig bara til að halda áfram,“ segir Arnar. Aðspurður hvernig honum hafi liðið yfir áreitinu segir hann:

„Fyrst leið mér illa yfir þessu því þeir voru að kalla mig barnaníðing og sögðu að 40 prósent homma væru barnaníðingar, þá leið mér illa yfir þessu og þetta er ógeðstlegt.“

Arnar segist sjaldan verða fyrir svona alvarlegu aðkasti en þó upplifi hann oftar fordóma vegna kynhneigðar sinnar en fólki almennt geri sér grein fyrir. „Það er miklu meira af slíku í gangi en fólk gerir sér grein fyrir og þetta er miklu leyndara en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir hann.

Arnar heldur áfram vini sínum ótrauður áfram í að reyna að fá staðfest hver á í hlut og eins og fyrr segir er málið í rannsókn hjá lögreglu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Í gær

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum