fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

„Jón Baldvin stendur þarna, kallar og æpir, og segir að ef við förum við með þetta í fjölmiðla þá lögsæki hann okkur“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 11. október 2021 11:12

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carmen Jóhannsdóttir, sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrir kynferðislega áreitni, bar vitni í gegn um fjarfundarbúnað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Baldvin. Dagskrá hófst klukkan 9.15 þegar Jón Baldvin kom fyrir dóminn.

Í ákærunni er Jón Baldvin sagður hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega með því að strjúka rassi hennar utanklæða upp og niður. Carmen var stödd í matarboði á heimili Jóns Baldvins, og Bryndísar Schram eiginkonu hans, á Spáni í júní 2018 ásamt móður sinni, systur og annarri konu.

Brá mikið og varð miður sín

Borðhaldið var nýlega hafið þegar Carmen segir að Jón Baldvin hafi káfað á sér þegar hún var að hella í glös allra við borðið.

„Þá byrjar Jón Baldvin að strjúka á mér rassinn, mjög ákaft,“ sagði hún „þetta hafi verið „einu sinni, upp og niður.“

Carmen sagðist hafa verið í kjól og henni hafi brugðið mikið. Að þessu loknu hafi hún sest niður og móðir hennar, Laufey Ósk Arnórsdóttir, spurt hvað sé að. Carmen sagði að hún hafi ekki getað komið upp orði en móðir hennar hafi því næst beint orðum sínum að Jóni Baldvin: „Hún horfði svo á Jón Baldvin og sagði: Ég sá hvað þú gerðir. Biddu dóttur mína afsökunar.“

Carmen segist því næst hafa farið niður á næstu hæð í húsinu og hringt í fyrrverandi kærasta til að fá ráð um hvað hún skyldi gera þar sem hún var ráðalaus. „Ég var miður mín,“ segir hún en hann hafi ráðlagt henni að yfirgefa húsið, sem hún gerði, ásamt yngri systur sinni.

„Mér leið eins og einhver væri að nýta sér vald sitt gegn mér“

Þær hafi aðeins verið komnar um 200 metra í burtu þegar þær heyrðu öskur og köll frá húsinu. Hún segir að Bryndís hafi þá verið að biðja móður hannar, Laufeyju, að fara ekki í flýti heldur vera áfram og ræða málin. „Jón Baldvin stendur þarna … kallar og æpir og segir að ef við förum við með þetta í fjölmiðla þá lögsæki hann okkur, mig og móður mína,“ sagði Carmen.

Hún var þá spurð af ákæruvaldinu hvernig henni hefði liðið á meðan á þessu stóð: „Mér leið eins og einhver væri að nýta sér vald sitt gegn mér.“ Carmen sagði að þetta hefði verið mikið sjokk, hún hafi varla trúað því sem hafði gerst. Um nóttina hafi þær síðan fengið tölvupósta frá Bryndísi sem baðst afsökunar, en seinna hafi Bryndís sent póst þar sem hún sagðist vilja slíta öllum samskiptum við þær. „Mér leið ömurlega í marga mánuði,“ sagði Carmen. „Það sem olli mér mestri vanlíðan er að geta ekkert gert, vita ekki hvað ég ætti að gera eða hvern ég ætti að tala við.“

Spurð út í ítarlega lýsingu á því sem Jón Baldvin hafi gert sagði Carmen að strokurnar hafi staðið stutt yfir þó hann hafi ekki verið neitt að flýta sér. „Hann fór í klofið á mér.“ Móðir Carmenar ber næst vitni í gegn um fjarfundarbúnað frá Spáni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“