fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Loka þarf sjúkrahúsum í Afganistan vegna fjárskorts

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 21:00

Sjúklingar á afgönsku sjúkrahúsi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Læknar án landamæra segja að það stefni í heilbrigðishörmungar í Afganistan. Hið opinbera heilbrigðiskerfi landsins er hrunið og landið stefnir hraðbyri í átt að miklum hörmungum á heilbrigðissviðinu segja samtökin.

Eftir að Talibanar tóku völdin í landinu hafa erlend ríki hætt að veita fé til landsins og því eru sjúkrahúsi í landinu mörg hver óstarfhæf og önnur stefna hraðbyri í sömu átt. Heilbrigðiskerfi landsins hefur fram að þessu nær algjörlega verið fjármagnað með fjárframlögum erlendis frá. Nú fær starfsfólkið ekki lengur greidd laun og sjúkrahúsin geta ekki keypt nauðsynlegar lækningavörur.

Svissneska dagblaðið Le Matin segir að Alþjóða Rauði krossinn telji að búið sé að loka rúmlega 2.000 heilbrigðisstofnunum í landinu og að 23.000 starfsmenn þeirra hafi látið af störfum, af þeim eru 7.000 konur. Allt stefnir að sögn í að innan nokkurra vikna verði að loka eina sjúkrahúsinu í Kabúl þar sem COVID-19 sjúklingar hafa fengið meðhöndlun.

Mörg alþjóðleg frjáls samtök hafa neyðst til að hætta starfsemi í landinu því þau hafa fengið fjármagn til rekstursins erlendis frá.

Skortur á opinberum meðferðarúrræðum hefur aukið álagið á Lækna án landamæra sem eru með um 2.300 starfsmenn í landinu, þar af 50 til 60 útlendinga.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur varað við því að það stefni í miklar hörmungar í Afganistan og ekki dregur kórónuveirufaraldurinn úr þeim. Aðeins er búið að bólusetja eitt prósent þjóðarinnar gegn kórónuveirunni samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Engar opinberar tölur liggja fyrir um hvernig faraldurinn hefur lagst á landið en AFP segir að talið sé að 155.000 hafi smitast og 7.200 látist.

Um 18 milljónir Afgana, eða tæpur helmingur landsmanna, er háður neyðaraðstoð og hungursneyð ógnar þriðjungi landsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn