fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Óbólusettar barnshafandi konur eru um fimmtungur veikustu COVID-19 sjúklinganna á Englandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 06:59

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega fimmtungur veikustu COVID-19 sjúklinganna á Englandi síðustu mánuði voru óbólusettar barnshafandi konur. Þetta sýna tölur frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, sem hvetur barnshafandi konur til að láta bólusetja sig.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að tölur sem ná frá 1. júlí til 30. september sýni að 17% þeirra COVID-19 sjúklinga sem þurftu að vera í öndunarvél voru óbólusettar barnshafandi konur.

Barnshafandi konur voru 32% af öllum konum á aldrinum 16 til 49 ára sem þurftu á svokallaðri ECMO-aðstoð að halda. Henni er beitt þegar lungu sjúklinga eru svo sködduð að öndunarvél nær ekki að tryggja nauðsynlegt súrefnisflæði.

Jacqueline Dunkley-Bent, yfirljósmóðir landlæknisembættisins, segir að tölurnar séu „þörf áminning um að bólusetning gegn COVID-19 geti haldið þér, barni þínu og ástvinum þínum öruggum og fjarri sjúkrahúsum“.

The National Childbirth Trust segir að tölurnar sýni svart á hvítu að þessi viðkvæmi hópur hafi ekki fengið næga athygli þegar slakað var á sóttvarnaráðstöfunum.

Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að ekkert hafi komið fram sem bendi til að bóluefni séu hættuleg fyrir ófædd börn. Sky News hefur eftir Jo Mountfield, varaformanni samtaka fæðingar- og kvensjúkdómalækna, að „sífellt fleiri gögn segi okkur að bólusetning feli ekki í sér aukna áhættu á fósturmissi, feli ekki í sér aukna áhættu á andvana fæðingu og feli ekki í sér aukna áhættu á fæðingu fyrir tímann“. Á hinn bóginn sýni tölur að að það séu miklar líkur á alvarlegum COVID-19 veikindum ef barnshafandi konur veikjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga