fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Óvenjulegir skjálftar í Ljósufjallakerfinu – Full ástæða til að fylgjast með segir Páll

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórum mánuðum hafa á þriðja tug jarðskjálfta orðið í Ljósufjallakerfinu. Þar hefur ekki gosið síðan á landnámsöld. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir ástæðu til að fylgjast með þróun mála á þessu svæði.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Það var þann 23. maí síðastliðinn sem jarðskjálfti upp á 1,8 reið yfir innanvert Snæfellsnes. Hann vakti ekki mikla athygli enda í hópi um tvö þúsund skjálfta sem urðu á landinu og við það í maí. En síðan hafa rúmlega tuttugu skjálftar riðið yfir þetta svæði. Á þessum rúmum fjórum mánuðum hafa mælst fleiri skjálftar á svæðinu en í að minnsta kosti tólf ár þar á undan.

Svæðið sem um ræðir er frá Álftaskörðum í suðri, Grjótárvatni í vestri, Háleiksvatni í norðri og Geldingafjöllum í austri.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, að ekki sé vitað hvað valdi þessum skjálftum. Vitað sé að eldstöðvakerfið þarna sé virkt þótt það hafi ekki látið á sér kræla í þúsund ár. „Þessir skjálftar eru merki um lífsmark en maður veit ekki hvert framhaldið verður. Þetta er allavega nokkuð sem er þess virði að taka eftir, að þetta tekur við sér. Það er ástæða til þess að fylgjast með framvindu þessa máls. Í því er ekki fólgin nein spá um að það muni gjósa en það er vissulega ein af sviðsmyndunum,“ er haft eftir Páli.

Hann sagði að ef til þess kemur að það gjósi á þessu svæði verði það ekki stór atburður. Öll gos á þessu svæði hafi verið lítil og öll hraunin þarna séu lítil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?
Fréttir
Í gær

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna
Fréttir
Í gær

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada
Fréttir
Í gær

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“