fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Morðið á Gabby Petito – Foreldrar unnusta hennar breyta framburði sínum varðandi mikilvægt atriði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 05:59

Gabby og Brian. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lögreglan leitar enn logandi ljósi að Brian Laundrie sem er grunaður um að hafa myrt unnustu sína, Gabby Petito í lok ágúst. Parið var á ferðalagi um Bandaríkin en Brian sneri einn aftur heim til Flórída úr ferðalaginu. Hann vildi ekki skýra frá hvar Gabby væri eða hvað hefði orðið um hana og hann vildi ekki ræða við lögregluna.

Lík Gabby fannst þann 19. september í Wyoming. Eftir að Brian sneri aftur heim til Flórída í byrjun september dvaldi hann hjá foreldrum sínum eða allt þar til hann lét sig hverfa. Foreldrar hans sögðu lögreglunni að hann hefði farið frá þeim þann 14. september en nú hafa þau breytt þeim framburði sínum. Þetta sagði Steve Bertolino, lögmaður þeirra, við CNN.

Frá því að Brian lét sig hverfa hefur alríkislögreglan FBI leitað að honum og hefur hún notið aðstoðar staðarlögreglunnar við leitina. En það er nánast eins og Brian sé horfinu undir yfirborð jarðarinnar.

Leitin hefur aðallega beinst að Carlton Reserve sem er stórt óbyggt svæði nærri heimili foreldra Brian í North Port. Josh Taylor, talsmaður lögreglunnar, sagði að ekkert markvert hafi fundist þar og telji lögreglan nú helmingslíkur á að Brian sé á lífi.

Bertolino sagði CNN að foreldrar Brian hafi nú skýrt lögreglunni frá því að hann hafi farið að heiman þann 12. september og hóf faðir hans leit að honum aðfaranótt 13. september. Hann fann bíl hans 13. september og flutti hann heim 15. september.

Þegar lögreglan ræddi við foreldra Brian þann 17. september sögðust þau ekki hafa séð hann í þrjá daga og að hann hefði farið í gönguferð um Carlton Reserve þann 14. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Í gær

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester