Fyndið atvik kom upp þegar íslenska karlalandsliðið gekk í átt að vellinum fyrir leik sinn gegn Armenum sem nú stendur yfir í undankeppni HM 2022.
Á ganginum á leið sinni á völlinn heilsaði Albert Guðmundsson Óskari Erni Guðbrandssyni, fjölmiðlafulltrúa Knattspyrnusambands Íslands, með því að láta hnefa sinn að hans.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var Óskar þó aðeins að skora úrið sitt, ekki að bjóða landslismanninum að ,,klessa hann.“
Albert Brynjar Ingason, frændi Alberts Guðmundssonar, vakti athygli að þessu á Twitter. Þar gerði hann góðlátlegt grín að frænda sínum.
Elsku frændi @snjallbert
Hann er að kíkja á úrið sitt….. Ekki að klessa hann 🤣 pic.twitter.com/NT8KuiF7zM
— Albert Ingason. (@Snjalli) October 8, 2021