fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“

Eyjan
Föstudaginn 8. október 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrum þingmaður, var einu sinni fenginn í kosningaeftirlit í einræðisríki í Austur-Evrópu og segir það hafa verði óhemju lærdómsríkt að sjá hvernig kosningasvindl fór þar fram. Hann skrifar um þetta í grein sem birtist í  Fréttablaðinu í dag.

„Einu sinni var ég fenginn í kosningaeftirlit í alræmdu einræðisríki í Austur-Evrópu, þar sem einræðisherrann puðast enn við að sannfæra þegna sína og veröldina að hann sé víst lýðræðislega kjörinn, sama hvað hver segir. Það var óhemju lærdómsríkt að verða vitni að því hvernig kosningasvindlið fór þar fram,“ skrifar Guðmundur. 

Hann segir að kjósendur hafi mætt prúðbúnir á kjörstað. Leynleg atkvæði hafi verið sett í kassa og allt skráð, kvittað og svo innsiglað. Allt hafi virst eðlilegt framan af.

„Kassarnir innsiglaðir og keyrt með þá á talningastað. Þar var atkvæðum hrúgað á borð og reffilegt talningafólk hófst handa við að telja. Allt var í sóma fram að þessum tímapunkti. Auðveldlega hefði verið hægt að missa sjónar af svindlinu sem ákkurat þarna fór fram. Slíkir voru tilburðirnir.“

Hins vegar hafi Guðmundur og aðrir sem gegndu eftirliti ekki fengið að sjá kjörseðlana.

„Okkur var gert að standa afsíðis. Við sáum fólk telja í fjarska, þögult, en við vissum í raun ekki hvað það taldi. Bunkar stöfluðust upp, en hvaða bunkar? Svo las manneskja upp niðurstöðuna, hátt og skýrt, eins og í hápunkti leikrits. Sú niðurstaða gat þó allt eins hafa verið ákveðin fyrirfram í excelskjali á skrifstofu forsetans. Að þessu loknu voru kjörseðlar keyrðir, kyrfilega innpakkaðir, í læstar dýflissur og örugglega aldrei spurst til þeirra síðan. Forsetinn vann vitaskuld stórsigur, en sá sigur var augljóslega innan gæsalappa.“

Guðmundur segir að hann hafi velt sér upp úr þessu allt flugið heimtil Íslands. Allt hafi þarna verið fremur eðlilegt, nema það að eftirlitsmenn gátu í rauninni ekki haft eiginlegt eftirlit því þeir fengu ekki að sjá kjörseðlana.

„Ég fussaði og sveiaði alla leiðina heim í flugvélinni. Ja, hérna, tuldraði ég. Ég trúði þessu ekki. Svona er þetta þá gert. Í einu fráviki í öllu ferlinu lá svindlið.“

Ástæða þess að Guðmundur rifjar þetta upp nú er vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum.

„En nú má spyrja. Af hverju skyldi ég ekki fussa og sveia líka yfir Norðvesturkjördæmi? „Þetta er ekki Langtíburtistan,“ gæti einhver sagt. „Fólk gerir ekki svona hér.“ En hvernig er hægt að vita það?“

Guðmundur segir að talningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi sé alvarlegt og að hans mati ætti fyrri talning að standa.

„Seinni talningin á sér ekki stoð í lögum. Sé vilji til þess að telja aftur — og sé sá vilji látinn í ljós samkvæmt formlegum leiðum — er ljóst að þá verður að kjósa aftur. Þeir atkvæðaseðlar sem við höfum núna eru augljóslega ónýtir og gagnslaust að telja þá. Í lýðræðisríki verður að gera hlutina rétt. Á því er enginn afsláttur. Annars höfum við lýðræði í gæsalöppum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum