fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Rússneskar kosningar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að rússneskar kosningar séu víðar að finna en í Rússlandi. Þannig eru þær nefndar kosningarnar, þar sem enginn mótframbjóðandi er og/eða víst þykir hver kosinn verður, vegna væntanlegra yfirburða, líkt og tíðkaðist í gömlu Sovétríkjunum þar sem enginn dirfðist að fara gegn foringjanum, hvort sem hann hét Stalín eða Khrushchev. Nú er það Pútín.

Því þykir það í frásögur færandi þegar stjórnmálaflokkar á Íslandi, sem allir kenna sig við lýðræði, fá ekki mótframbjóðanda í tiltekin embætti innan flokksins.

Fjórir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa nú haldið landsfundi eða flokksþing á síðustu vikum og hafa engir mótframbjóðendur verið um æðstu embætti þeirra. Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn eru allt flokkar sem hafa boðið upp á rússneskar kosningar um æðstu embættin.

Sögulega séð getur jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, sem talinn er með foringjahollari hagsmunahópum landsins, státað af þremur framboðum gegn sitjandi formanni í seinni tíð. Davíð Oddson gegn Þorsteini Pálssyni, Hanna Birna gegn Bjarna Ben og auðvitað Pétur heitinn Blöndal, sem fór fram gegn Bjarna Ben árið 2010, aðeins til þess að lýðræðið fengi að njóta sín, líkt og hann komst að orði.

Þetta er því vert umhugsunarefni fyrir fólk í flokkum sem kenna sig við lýðræði, hvort það væri nokkuð úr vegi að bjóða upp á það í meiri mæli ?

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?