Athafnakonan og aðgerðarsinninn Margrét Friðriksdóttir var á dögunum sektuð um 100 þúsund krónur fyrir að fara ekki í skimun við heimferð frá Tenerife. Þar hafði hún notið sér í fríi með dóttur sinni. Að mati Margrétar er sektin ólögleg og telur hún hana brjóta gegn stjórnarskránni.
Í viðtali við Lífið á Fréttablaðinu segir Margrét að óbólusettir séu ekki að láta neitt stoppa sig í ferðalögunum. Þá hafi hún heyrt af því að óbólusettir ferðamenn án skimunarvottorða hafi verið sendir aftur heim við komuna til Íslands. „Þetta er allavega stjórnarskrárbrot,“ segir hún. „Það er náttúrulega verið að mismuna fólki út frá einhverri bólusetningu sem stenst nú ekki einu sinni væntingar.“
Aðspurð hvort óbólusettir láti ekki slíkar kvaðir stöðva sig segir Margrét það af og frá. „Nei, þetta er nefnilega ekki hrædda fólkið. Hrædda fólkið eru þessir bólusettu og jafnvel þessir sem eru búnir að fara í þriðja skammtinn, og jafnvel fjórða og fimmta og ganga um með grímur og svo framvegis. Það er hrædda fólkið.“
Ljóst sé að sífellt fleiri sæki í stuttar utanlandsferðir þrátt fyrir að sóttvarnayfirvöld hafi mælt gegn því að fólk ferðist til útlanda. „Það þýðir heldur ekki að lifa í ótta. Það veikir ónæmiskerfið að lifa í ótta og fólk ætti að huga að því líka.“
UPPFÆRT:
Margrét Friðrikdsdóttir hefur haft samband við DV og bent á að henni hafi ekki tekist að komast í PCR-próf fyrir heimkomuna til Íslands. Bendir hún á frétta vef sínum, frettin.is, til skýringar en þar segir: