Konurnar eru allar danskir ríkisborgarar en ekki af dönskum uppruna. Þær gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið í Sýrlandi og giftust liðsmönnum samtakanna og eignuðust börn með þeim.
Ekki hefur verið skýrt frá hvað bíður kvennanna nú en Politiken segir að þær verði ákærðar fyrir að hafa dvalið ólöglega á átakasvæði og fyrir að hafa gengið til liðs við Íslamska ríkið. Eiga þær þá 3-5 ára fangelsi yfir höfði sér.
Ákvörðunin um að flytja konurnar heim var tekin af ríkisstjórninni í vor eftir mikinn þrýsting frá stuðningsflokkum hennar en ríkisstjórnin er minnihlutastjórn sem reiðir sig á stuðning annarra flokka.
Þrjár konur og fimm börn þeirra voru ekki flutt heim þar sem konurnar hafa verið sviptar dönskum ríkisborgararétti og því nær ákvörðun ríkisstjórnarinnar ekki til þeirra.