Lýst hafði verið eftir manninum á alþjóðavettvangi og sænska lögreglan hafði gert mikla leit að honum. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, að sér fjarstöddum, vegna gruns um að hann hefði komið sprengju fyrir í fjölbýlishúsi á þriðjudag í síðustu viku.
16 særðust í sprengingunni, þar af 4 alvarlega.
Grunur lögreglunnar beindist fljótlega að manninum en hann bjó í húsinu. En þrátt fyrir víðtæka leit og fjölda húsrannsókna fann lögreglan hann ekki fyrr en í gær þegar tilkynnt var um mann á floti í höfninni. Það reyndist vera maðurinn. Lögreglan segist ekki vita hversu lengi hann hafði verið í sjónum og segist ekki telja að neitt glæpsamlegt hafi átt sér stað í tengslum við andlát hans.