fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Segir Kínverja geta ráðist á Taívan af fullum þunga 2025

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 07:59

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband Taívan og Kína hefur ekki verið eins slæmt og það er nú í rúmlega 40 ár segir Chiu Kuo-cheng, varnarmálaráðherra Taívan, í ljósi þróunar mála síðustu misseri. Hann segir að árið 2025 verði hernaðargeta Kínverja orðin svo mikil að þeir geti ráðist á Taívan af fullum þunga.

Á fjórum dögum hafa kínverskar herflugvélar rofið lofthelgi Taívan 148 sinnum. Su Tseng-chang, forsætisráðherra, sagði í gær að Kínverjar „fari yfir strikið“ með hernaðarbrölti sínu.

Joseph Wu, utanríkisráðherra, sagði á mánudaginn að ríkisstjórnin hefði áhyggjur af að Kínverjar muni ráðast á Taívan einhvern tímann í framtíðinni. Hann sagði að Xi Jinping, forseti Kína, sé undir þrýstingi innanlands og því sé ekki útilokað að hann blási í herlúðra gagnvart Taívan til að beina athyglinni frá vandamálum innanlands. „Við höfum miklar áhyggjur af að óánægja og efnahagsleg niðursveifla verði svo mikil að Taívan geti orðið skotmark,“ sagði Wu í þættinum „China Tonight“ og átti þar við að Kínverjar myndu ráðast á Taívan.

Áður fyrr var það sjaldgæft að kínverskar herflugvélar færu inn í lofthelgi Taívan en það hefur hins vegar færst í vöxt á undanförnum misserum. Kínverjar beita þessari aðferð oft til að láta í ljós óánægju sína með eitthvað sérstakt. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að flug af þessu tagi séu til þess að vernda fullveldi landsins og séu svar við „samsæri“ Bandaríkjanna og Taívan.

Kínverjar viðurkenna ekki Taívan sem ríki og vilja fá full yfirráð yfir landinu. Lýðræðislega kjörin stjórnin á Taívan telur landið hins vegar vera sjálfstætt land og hefur ekki farið leynt með að gripið verði til varna ef Kínverjar ráðast á landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum