fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Morðgátan á Grænlandi vindur enn upp á sig – Fundu annan líkamshluta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 06:01

Grænlenska lögreglan rannsakar málið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fannst líkamshluti í sorpbrennslunni í Illulisssat á Grænlandi. Síðan hefur mikil vinna lögreglunnar staðið yfir á vettvangi og í gær fannst annar líkamshluti í sorpbrennslunni. Grænlenska lögreglan hefur óskað eftir aðstoð frá Danmörku og koma rannsóknarlögreglumenn, tæknirannsóknarmenn og réttarmeinafræðingar frá Danmörku til bæjarins í dag, í allt fimm manns.

Jan Lambertsen, yfirmaður rannsóknardeildar grænlensku lögreglunnar, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að líkhlutarnir væru líklegast af karlmanni. „Við vinnum út frá þeim tveimur líkhlutum sem hafa fundist og getum með nokkuð mikilli vissu sagt að þetta er karlmaður,“ sagði hann. Af siðferðislegum ástæðum gat hann ekki sagt hvaða líkamshlutar þetta eru.

Kennsla hafa ekki verið borin á líkamshlutana og er lögreglan á fullu að reyna að finna út úr af hverjum þeir eru. „Eins og staðan er núna hefur ekki verið tilkynnt um hvarf neins. Það gerir þetta svolítið erfitt. Af þeim sökum vinnum við út frá öllum vinklum. Við spyrjumst fyrir bæði innanlands og utan, því þetta getur líka verið einhver sem kom hingað til lands,“ sagði Lambertsen.

Hann sagði að fjölmargir slökkviliðsmenn hafi verið fengnir til aðstoðar við leit í sorpbrennslustöðinni þar sem líkhlutarnir fundust.

Um 4.500 manns búa í Illulissat

Lögreglan hefur beðið fólk að hafa samband ef það sá eitthvað grunsamlegt í bænum frá mánudeginum 27. september til laugardagsins 2. október en talið er að morðið hafi verið framið á þeim tíma. Sermitsiaq skýrir frá þessu.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa umfjöllun DV um málið frá því á mánudag.

Dularfullt mál skekur Grænland – Beðið um aðstoð frá Danmörku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?