fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Frægir Íslendingar á fermingardaginn

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 31. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fermingar standa nú yfir, en fermingardagurinn er einn af þessum stóru dögum í lífi okkar, dagurinn þar sem stórfjölskyldan og vinir koma saman og eiga góðan dag og færa fermingarbarninu gjafir. Við eigum flest minningar um þennan merkisdag, bæði góðar og vandræðalegar,  það vandræðalegasta er kannski hvað tíska og fermingarfatnaður og greiðsla lítur ekki vel út mörgum árum síðar. 

DV fékk nokkra þekkta einstaklinga til að rifja upp fermingardaginn og deila með lesendum mynd frá þessum merkisáfanga.

Steinþór Hróar Steinþórsson leikari: Ég og vinkona mín vorum miklir Fóstbræðraaðdáendur (og erum auðvitað enn), þættirnir voru í sýningu á þessum tíma. Við vorum að hvísla á milli og kvóta í þættina í kirkjunni og reyna láta hvort annað springa. Presturinn stoppaði athöfnina til þess að skamma okkur. Presturinn leit „btw“ út eins og Indriði.“


Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona, 18. apríl 2004: „Ég var látin fara fremst með krossinn því ég var aftast í stafrófinu. (og síðustu koma fyrstir, sagði presturinn). Ég var mjög feiminn unglingur svo það var mjög spennandi.“

Þórunn Högna, fagurkeri og blaðamaður á Hús og hýbýli, 14. apríl 1985: „Ég kveið mikið þessum degi þar sem ég þurfti að tala í pontu í kirkjunni, af því að ég var stærsta fermingarbarnið. Ég fór í hárgreiðslu og reif svo öll blómin úr hárinu á mér, fannst þau ekki töff. En svo þegar veislan var minnir mig að það hafi bara verið nokkuð fínt og ég fékk margar fallegar gjafir.“

Þórhallur Þórhallsson uppistandari, 6. apríl 1997: „Fermingardagurinn minn var dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég mun segja og gera hvað sem er til að fá gjafir.“

Diljá Ámunda­dótt­ir, almanna­teng­ill og vara­borg­ar­full­trúi, 12. apríl 1993: „Ég bjó erlendis á unglingsárunum. Svo ég kom bara heim til að fermast. Mætti bara í Hallgrímskirkju, fór í kuflinn, lærði trúarjátninguna frammi í anddyri. Og skellti svo í mig oblátu og messuvíni.“


Arnar Gauti Sverrisson lífsstílsmeistari, 31. mars 1985: „Í minningunni var þetta skemmtilegur dagur og þá sérstaklega þegar maður horfir til þess að það eru fá augnablik í lífinu þegar allir í kringum fjölskylduna eru komnir saman, hvort sem um er að ræða vini eða fjölskyldumeðlimi, sem maður sér kannski ekki svo oft og gott var að hitta og njóta að spjalla við.“

 

Heiðar Austmann útvarpsmaður, 7. apríl 1991: „Eins og myndin gefur til kynna þá var ég 10 ára og við dvergamörk þegar ég fermdist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“