Guðni Már Henningsson, fjölmiðla og listamaður er látinn. Guðni Már var fæddur árið 1952 og var því 69 ára aldursári. Guðni vann hug og hjörtu þjóðarinnar sem útvarpsmaður á Rás 2, aðallega á Næturvaktinni, en hjá stofnuninni starfaði hann í 24 ár.
Það vakti talsverða athygli þegar Guðni sagði upp störfum árið 2018 og tilkynnti um að hann hyggðist flytja til Spánar, nánar tiltekið Kanaríeyja, ekki síst vegna þess að þar var verðlag hagstæðara. Þar undi hann hag sínum vel en Guðni fannst látinn á heimili sínu ytra.