fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Hækkandi orkuverð ógnar endurreisnarstarfinu eftir heimsfaraldurinn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. október 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar hækkanir á orkuverði ógna þeirri efnahagslegu uppsveiflu sem ESB hefur sett milljarða evra í að koma í gang eftir heimsfaraldurinn. Í minnisblaði sem fjármálaráðherrar Evrusvæðisins ræddu á fundi á mánudaginn kemur fram að út frá efnahagslegu sjónarhorni þá geti hærra orkuverð hugsanlega seinkað endurreisn efnahagslífsins.

Þetta var í fyrsta sinn sem fjármálaráðherrarnir ræddu hækkandi orkuverð en ekki í það síðasta sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands. Hann sagði að Evrópa standi nú frammi fyrir langvarandi hækkun orkuverðs, meðal annars vegna skiptanna yfir í umhverfisvæna orkugjafa. „Á næstu árum mun vandinn aukast. Það verður þörf fyrir meira rafmagn og það er tenging á milli náttúrugass og raforku. Það verður einnig að fjárfesta í umhverfisvænni orku. Þetta verður ein af stóru áskorunum næstu ára. Ég tala ekki um mánuði, heldur um ár,“ sagði ráðherrann á mánudaginn.

Tengslin á milli gass og raforku eru að í mörgum löndum er náttúrugas notað til að framleiða rafmagn. Hærra gasverð skilar sé því út í raforkuverðið. Í lok ágúst kostuðu 1.000 rúmmetrar af náttúrugasi 600 dollara. Tveimur vikum síðar var verðið komið í 800 dollara. Í síðustu viku fór verðið yfir 1.000 dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið