Söng- og leikkonan Gréta Karen Grétarsdóttir sló rækilega í gegn í svörtum blúndukjól á Instagram fyrr í vikunni.
Gréta fékk innblástur frá leikkonunni Megan Fox við kaup á kjólnum. En kjóll sem Fox klæddist á MTV-verðlaunahátíðinni í september vakti heimsathygli og var víða fjallað um hann í fjölmiðlum.
Sjá einnig: Tískan á MTV-verðlaunahátíðinni – Megan Fox gerði allt vitlaust í gegnsæjum kjól
„Megan Fox lét mig gera þetta,“ skrifar Gréta og birtir tvær myndir af sér í kjólnum á Instagram.
View this post on Instagram
Rétt eins og Megan Fox gerði þá sló Gréta í gegn í kjólnum. Fimm hundrað manns hafa líkað við færsluna og fjöldi fólks skrifað við hana.
Í samtali við DV segist Gréta hafa keypt kjólinn á vefsíðunni Dollskill.com.
Gréta Karen gaf út smáskífuna Betra svona í fyrra sem er hægt að nálgast á Spotify. Þú getur einnig fylgst með Grétu Karen á Instagram.