fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Hildur lenti í óprúttnum bókasvikara – Ástæðan er enn mikil ráðgáta

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 4. október 2021 14:03

Hildur Knútsdóttir rithöfundur. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Knútsdóttir, rithöfundur, hélt að hún hefði himinn höndum tekið þegar hún opnaði póstinn sinn á dögunum og þar var beiðni frá virtum norskum þýðanda sem vildi endilega nálgast nýju bókina hennar, nánar tiltekið á PDF-formi.

Pósturinn var skrifaður á íslensku og þegar Hildur gúgglaði sendandann, Tone Myklebost, kom í ljós að hún hefur þýtt bækur frá íslensku yfir á norsku og hlaut heiðursviðurkenningu á Alþjóðlegri bókmenntahátíð í Reykjavík í ár.

Í gleði sinni var Hildur næstum búin að senda handritið en hafði þó fyrst samband við Valgerði Benediktsdóttur á réttindastofu Forlagsins sem sér um réttindamál höfunda Forlagsins á erlendri grundu. Valgerður var hins vegar fljót að sjá að þetta var svikapóstur. Eitt af því sem kom upp um sendandann var að í netfangi hans var skrifað r og n – rn – í staðinn fyrir m í nafninu Myklebost.

„Tilfinningar mínar yfir þessu máli eru blendnar. Smá svekkt af því ég var svo glöð þegar ég hélt að alvöru Tone væri að deyja úr spenningi yfir bókinni minni og smá upp með mér  yfir því að einhverjir alþjóðlegir svikahrappar nenni að standa í einhverju veseni til að reyna að komast yfir handritið að henni,“ segir Hildur en útgáfudagur nýjustu skáldsögu hennar sem kallast „Myrkrið á milli stjarnanna“ er á morgun.

Hún rifjar líka upp að Valgerður var búin að vara höfunda Forlagsins við því að einhverjir svikahrappar væru að reyna að komast yfir PDF-skjöl með bókahandritum. „Samt var ég alveg græn og fannst bara geggjað að Tone væri búin að frétta af bókinni minni,“ segir hún.

RUV greindi frá því í febrúar að Björn Halldórsson, rithöfundur, hefði fengið tölvupóst frá manneskju sem gaf sit út fyrir að vera aðalritstjóri virtrar útgáfu í New York, þeirrar sömu og gefa út bækur Elenu Ferrante í Bandaríkjunum, og sagðist hafa mikinn áhuga á nýrri óútgefinni skáldsögu hans.

Fjallað var um slík mál í New York Times í fyrra og þar kom fram að þetta vandamál hafi verið viðvarandi í minnst þrjú ár, og slíkum svikapóstum fari fjölgandi. Þá gáfu tvö stór útgáfufélög út viðvaranir vegna málsins, en póstarnir voru að berast jafn til heimsþekktra höfunda sem nýliða. Málið er hins vegar það dularfyllsta því engar fregnir hafa borist af því að nokkrum handritum hafi verið lekið á netið, engar fregnir af fjárkúgunum og í raun alls ekki vitað hvað þessir aðilar hafa í hyggju að gera við handritin.

Hildur veit því ekkert hvað þessi aðili ætlaði að gera við handritið hennar, hefði hún sent það. „Þetta er svo lítið tungumál. Hvað ætlar hann að gera við bók á íslensku?“

Hún setti sig síðan í samband við hina raunverulegu Tone og sagði henni frá málinu, en Tone tók það mjög nærri sér að verið væri að misnota nafnið hennar á þennan hátt.

Fyrir áhugasama er hér ítarleg grein í New York Magazine eftir blaðamann sem varði miklum tíma í að reyna að komast að því hvað vakir fyrir þessum þrjótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Í gær

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni
Fréttir
Í gær

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“